Litlu þúfurnar og þungu hlössin 10. júní 2007 06:15 Ein af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt. Sumir eiga afskaplega erfitt með að sætta sig við áhrifaleysi sitt, meðan aðrir ná að vinna góð verk í nærumhverfi og skila heiminum og samfélaginu fram á veginn. Við getum öll látið gott af okkur leiða og góð verk okkar skipta miklu. Það er ástæða til að minna sjálfan sig á þetta reglulega, ekki síst þegar staðið er frammi fyrir stærri vandamálum heimsins. Íslendingar eru smáþjóð, ein sú allra smæsta. Við erum reglulega minnt á smæð okkar ef ekki í heimi alþjóðastjórnmála, þá á knattspyrnuvellinum. Það breytir hins vegar engu um það að verk okkar og afstaða skipta máli. Í því ljósi eru það sérkennileg viðbrögð að þegar utanríkisráðherra Íslands stígur jákvætt skref í átt til þess að leggja lóð á vogarskálar betri heims, þá sé hún sökuð um barnaskap. Slíkar raddir hljóma nú úr börkum sem gerðu mikið úr frumkvæði Íslands í stuðningi við frelsi Eystrasaltslandanna. Ferðin á heimsenda hefst á einu skrefi og lítil þúfa veltir þungu hlassi. Vitund almennings í Bandaríkjunum var vakin þegar ein þrjósk kona í strætó ýtti af stað skriðu sem hrundi grófri mismunun blökkumanna í Bandaríkjunum. Sagan er full af dæmum þar sem lítil atvik eða einstaklingar hrinda af stað miklum breytingum. Það er hin kostulega þverstæða þess hve lítil við erum hvert og eitt okkar og hve mikil áhrif okkar á söguna geta orðið. Hvert og eitt okkar hefur þær skyldur í tilverunni að sýna náunga okkar og umhverfi virðingu með það að markmiði að líf okkar verði til þess að skila heiminum betri en hann var áður en við komum í hann. Þetta er verkefnið sem siðmenning okkar hvílir á. Þetta er ekki auðvelt verk og orð og efndir fylgjast oft illa að. Í þessu ljósi á að sjálfsögðu að fagna þeirri viðleitni að beita okkar litlu áhrifum til að bæta líf fólks í Palestínu. Norðmenn hafa þegar tekið frumkvæði og mikilvægt er að við styðjum slíkt frá byrjun. Með slíku frumkvæði verða áhrif okkar örugglega ekki minni en með setu í öryggisráðinu, sem kannski þjónar fremur umbúðum en innihaldi. Stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa skyldur við samfélag sitt og umheim. Við erum rík og lánsöm þjóð og vitundin um slíkt á að efla vilja okkar til að skapa fleirum tækifæri til betra lífs. Slíkur barnaskapur er að rækta í sér mennskuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ein af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt. Sumir eiga afskaplega erfitt með að sætta sig við áhrifaleysi sitt, meðan aðrir ná að vinna góð verk í nærumhverfi og skila heiminum og samfélaginu fram á veginn. Við getum öll látið gott af okkur leiða og góð verk okkar skipta miklu. Það er ástæða til að minna sjálfan sig á þetta reglulega, ekki síst þegar staðið er frammi fyrir stærri vandamálum heimsins. Íslendingar eru smáþjóð, ein sú allra smæsta. Við erum reglulega minnt á smæð okkar ef ekki í heimi alþjóðastjórnmála, þá á knattspyrnuvellinum. Það breytir hins vegar engu um það að verk okkar og afstaða skipta máli. Í því ljósi eru það sérkennileg viðbrögð að þegar utanríkisráðherra Íslands stígur jákvætt skref í átt til þess að leggja lóð á vogarskálar betri heims, þá sé hún sökuð um barnaskap. Slíkar raddir hljóma nú úr börkum sem gerðu mikið úr frumkvæði Íslands í stuðningi við frelsi Eystrasaltslandanna. Ferðin á heimsenda hefst á einu skrefi og lítil þúfa veltir þungu hlassi. Vitund almennings í Bandaríkjunum var vakin þegar ein þrjósk kona í strætó ýtti af stað skriðu sem hrundi grófri mismunun blökkumanna í Bandaríkjunum. Sagan er full af dæmum þar sem lítil atvik eða einstaklingar hrinda af stað miklum breytingum. Það er hin kostulega þverstæða þess hve lítil við erum hvert og eitt okkar og hve mikil áhrif okkar á söguna geta orðið. Hvert og eitt okkar hefur þær skyldur í tilverunni að sýna náunga okkar og umhverfi virðingu með það að markmiði að líf okkar verði til þess að skila heiminum betri en hann var áður en við komum í hann. Þetta er verkefnið sem siðmenning okkar hvílir á. Þetta er ekki auðvelt verk og orð og efndir fylgjast oft illa að. Í þessu ljósi á að sjálfsögðu að fagna þeirri viðleitni að beita okkar litlu áhrifum til að bæta líf fólks í Palestínu. Norðmenn hafa þegar tekið frumkvæði og mikilvægt er að við styðjum slíkt frá byrjun. Með slíku frumkvæði verða áhrif okkar örugglega ekki minni en með setu í öryggisráðinu, sem kannski þjónar fremur umbúðum en innihaldi. Stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa skyldur við samfélag sitt og umheim. Við erum rík og lánsöm þjóð og vitundin um slíkt á að efla vilja okkar til að skapa fleirum tækifæri til betra lífs. Slíkur barnaskapur er að rækta í sér mennskuna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun