Erum óttalegir hálfvitar 12. júní 2007 05:00 Ljótu hálfvitarnir vekja athygli fyrir skrautlegan klæðaburð og einlæga sviðsframkomu. MYND/Hafþór hreiðarsson Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman." Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman."
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira