Erum óttalegir hálfvitar 12. júní 2007 05:00 Ljótu hálfvitarnir vekja athygli fyrir skrautlegan klæðaburð og einlæga sviðsframkomu. MYND/Hafþór hreiðarsson Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman." Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Síðar í mánuðinum kemur út fyrsta breiðskífa Ljótu hálfvitanna, níu manna sveitar sem á uppruna sinn að rekja norður til Húsavíkur og nágrennis. „Það hefur gengið furðuvel," segir Arngrímur Arnarson, liðsmaður Ljótu hálfvitanna, spurður um hvernig það gangi að smala saman níu manns nánast hvern dag og hverja helgi til að spila „þjóðlagakennt hálfvitapopp með bjórívafi" eins og Arngrímur útskýrir tónlist sveitarinnar. Sena gefur út plötuna sem enn hefur ekki hlotið nafn, en upptökum í Sýrlandi er lokið. „Nafnið er ekki alveg ákveðið en meðal vinnuheita eru Ísbjarnarknús og Popplög í G-mjólk." Hróður Ljótu hálfvitanna hefur borist hratt síðustu mánuði en ekki er liðið nema rúmt hálft ár frá því að hljómsveitin var stofnuð. Hún varð til með samruna tveggja gleðisveita að norðan, Ripp, Rapp og Garfunkel og hinna upprunalegu Ljótu hálfvita, sem þá starfaði sem tríó. Síðan þá hafa hlutirnir gerst hratt. „Ég held að það sé óhætt að segja það. Við höfum síðan þá spilað á hátt á fjórða tug tónleika og plata er nánast fullunnin. Ég myndi telja það nokkuð gott af hálfvitum að vera," segir Arngrímur og hlær. Spurður um hljómsveitarnafnið segir hann að það sé annars vegar einfaldlega stórbrotið hljómsveitarnafn, „og hins vegar er það mjög lýsandi fyrir meðlimi sveitarinnar. Við erum óttalegir hálfvitar," viðurkennir Arngrímur blygðunarlaust. Ljótu hálfvitarnir hafa vakið mikla lukku á þeim tónleikum sem þeir hafa haldið víða um land og þá hafa sífelldar breytingar á hljóðfæraskipan ekki síst vakið athygli. „Fyrir vikið verður meira líf og fjör á sviðinu," útskýrir Arngrímur og bætir við að það sé spilagleðin sem haldi þeim félögum við efnið. „Við erum ekki að þessu fyrir peningana, það er alveg ljóst. Þetta er bara svo hrikalega gaman."
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira