Nýtt lag frá Þú og ég 14. júní 2007 05:00 Dúettinn hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu. Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“ Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Gamli góði dúettinn Þú og ég tók nýlega upp nýtt lag sem heitir Sætasta stelpan á ballinu og er hægt að nálgast það á heimasíðunni tonlist.is. Þetta kemur eflaust mörgum á óvart enda er langt síðan dúettinn hætti störfum. Lagið er úr smiðju Gunnars Þórðarsonar og Jónasar Friðriks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar átti nú þá hugmynd á sínum tíma að gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi svo í okkur núna í vor og bað okkur um að syngja með Ragga Bjarna á plötu sem kemur út núna fyrir næstu jól,“ segir Jóhann Helgason annar helmingur dúettsins sem eins og flestir vita er einnig skipaður Helgu Möller. „Þegar við hittumst þarna aftur kom upp svona gamall fílingur. Seinna hringdi Gunni í okkur aftur og sagðist vera með lag og texta sem yrði eiginlega að koma út núna, út af textanum. Við skelltum okkur heim til hans og sungum þetta inn en hann kláraði svo lagið.“ Lagið er enn aðeins fáanlegt á tonlist.is en einnig hefur það heyrst á útvarpsstöðvum landsins. „Það er ekki nema við gerum einhverja safnplötu að það gæti verið gefið út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar fyrri lögum, það er svolítið fullorðinslegt. Við höfum nú elst aðeins svo það er ekki sami ungæðishátturinn á þessu,“ segir Jóhann og útilokar ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég ætla nú ekki að lofa því en um leið vil ég heldur ekki útiloka neitt.“
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira