Radiohead með nýja plötu 15. júní 2007 08:45 Radiohead eru langt komnir með sína nýja plötu. Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar. Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Radiohead sagði frá því á heimasíðu sinni fyrr í vikunni að þeir væru langt komnir með nýja plötu. Hljómsveitin lokaði sig af í stúdíói síðasta haust og hefur unnið að plötunni með stuttum hléum síðan þá. Stefnt er á að platan komi út síðar á þessu ári en ekkert hefur verið ákveðið með útgáfu. Sex platna samningur Radiohead við EMI rann út eftir útgáfu síðustu plötu og ætlar hljómsveitin ekki að semja við nýtt fyrirtæki eða taka aðrar ákvarðanir um útgáfu fyrr en nýja platan er tilbúin. Fjögur ár eru síðan síðasta plata þeirra, Hail to the Thief, kom út. Hljómsveitin á gríðarlega stóran aðdáendahóp um allan heim og víst að marga er farið að þyrsta eftir nýrri tónlist frá henni. Meðlimir Radiohead hafa lítið gefið frá sér um hvaða stefnu þeir taka á þessari plötu. Thom York hefur þó sagt í viðtali að tilfinningalega sé hún ef til vill líkust OK Computer. Ef marka má færslur á heimasíðu hljómsveitarinnar munu þeir líka halda áfram að vera pólitískir. Thom á það nefnilega sameiginlegt með mörgum íslenskum tónlistarmönnum að hafa miklar áhyggjur af stefnu stjórnvalda í umhverfismálum og hvetur fólk til að taka virkan þátt í mótmælum gegn stefnu þeirra. Af því nýja efni að dæma sem þeir spiluðu á tónleikum síðasta sumar er líklegt að þeir haldi áfram með það sem þeir byrjuðu á á síðustu plötu. Að blanda saman gítarrokki eins og af fyrstu plötunum og raftónlistartilraunum Kid A og Amnesiac. Þetta eru þó allt spádómar og aðdáendur verða að bíða í nokkra mánuði í viðbót eftir útgáfu plötunnar.
Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira