Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C. 18. júní 2007 03:15 Kryddpíurnar munu að öllum líkindum koma saman í lok þess árs og halda sex tónleika víðsvegar um heiminn. Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar. Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar.
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira