Led Zeppelin íhugar endurkomu 27. júní 2007 06:45 Rokkararnir útiloka ekki tónleikaferðalag. Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þrír eftirlifandi meðlimir hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Led Zeppelin eru sagðir íhuga að koma saman á ný. Hugmyndin er að koma fram saman á einum tónleikum síðar í sumar. Tónleikarnir verða haldnir til heiðurs Ahmet Ertgun, stofnanda Atlantic Records, en hann lést á síðasta ári. Ertgun þessi vann mikið með Zeppelin á sínum tíma og vilja hljómsveitarmeðlimirnir votta honum virðingu sína með því að stíga aftur á svið í þetta eina skipti. Söngvarinn Robert Plant, gítarleikarinn Jimmy Page og bassaleikarinn John Paul Jones hafa allir tekið vel í hugmyndina, að sögn heimildarmanna breskra fjölmiðla, en með þeim í sveitinni yrði trommuleikarinn Jason Bonham, sonur upprunalegs trommuleikara Zeppelin, Johns Bonham. Ef af endurkomunni verður mun þetta verða í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár sem allir eftirlifandi meðlimir sveitarinnar spila saman undir nafni Led Zeppelin, en síðustu opinberu tónleikar sveitarinnar voru á Live Aid-tónleikunum árið 1985. Síðan þá hafa Page og Plant unnið að ýmsum verkefnum saman, auk þess sem sá síðarnefndi hefur komið fram undir eigin nafni og spilað lög Led Zeppelin. Ef minningartónleikar Ertgun ganga vel er ekki útilokað að hljómsveitin fari í tónleikaferðalag um heiminn. „Ef þeim verður vel tekið er nánast öruggt að farið verður í tónleikaferðalag,“ sagði einn heimildarmanna.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira