Bláir skuggar í Hafnarborg 28. júní 2007 06:30 Heimkynni eftir Kjell Nupen. Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira