Skáldleg söguskoðun 30. júní 2007 03:30 Rithöfundurinn David Mitchell snýr aftur til Japan. Mynd/ Miriam Berkley Random House Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar. Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma. Í viðtali við vefútgáfu dagblaðsins The Japan Times ræðir Mitchell um nýju bókina sem ber vinnutitilinn Nagasaki. Mitchell hefur nú snúið aftur til Japan þar sem að ritferill hans hófst. Mitchell segir bókina sögulega skáldsögu þar sem hann leitast við að draga upp hliðstæður milli aðstæðna á japönsku eynni Dejima og lífsins í Hollandi á tímum Napóleons. Mitchell á japanska konu og bjó í Hiroshima í átta ár en Japan var eitt sögusviðanna í bók hans Ghostwritten. Mitchell segir það mest krefjandi verkefni sitt til þessa að skrifa fjölmenningarlega skáldsögu þar sem japönskum og evrópskum sjónarmiðum er gert jafn hátt undir höfði. Rannsóknir hans hafa leitt hann á ýmsar villigötur en í viðtalinu ræðir hann einnig áhrif skáldskapar á söguskynjun lesenda. Hann segir sína eigin söguskoðun meðal annars komna frá Robert Graves og Dickens en getur þess að á meðan rithöfundar skrifi af einlægni og lesendur muni að þeir séu að upplifa skáldskap sé engin hætta á ferð. Aukinheldur þurfi sagnfræðingar að glíma við hálan afstæðisál þegar þeir rita sínar útgáfur sögunnar.
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp