Rödd Bjarkar aðalatriðið 1. júlí 2007 00:45 Björk Guðmundsdóttir hefur ekki mikinn áhuga á meginstraumnum. fréttablaðið/heiða Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“ Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk. „Sumir Íslendingar halda að ég hafi ákveðið ferilinn fyrirfram og að ég hafi komist í kynni við rétta fólkið en það er alrangt. Eftir að ég gaf út Debut vildi fólk vinna með mér og tala við mig eða láta mynda sig með mér, að mér fannst vegna raddarinnar minnar, ekki vegna alls hins. Fólk eyðir samt miklum tíma í að spá í hina hlutina.“ Björk segist aldrei hafa haft áhuga á meginstraumnum í tónlistarsköpun sinni. Hefði hún viljað fylgja honum hefði hún gert hlutina allt öðruvísi en hún hefur gert. „Ég hefði tekið þátt í fullt af auglýsingum. Ég hefði samið alls konar tónlist fyrir Hollywood-myndir. Ég hefði eytt einum mánuði í að búa til hverja plötu og 23 mánuðum í að kynna hana í fjölmiðlum,“ segir hún. „Innst inni trúi ég því að tónlist sé fyrir alla. Eins mikið og ég hef gaman af öðruvísi, sérvitri tónlist og fíla fólk sem gerir plötur sem seljast bara í þremur eintökum, trúi ég á þennan milliveg þar sem hægt er að fara báðar leiðir. Uppáhaldstónlistin mín snýst um að sérkennunum er ekki fórnað og í staðinn nær hún þessum töfrastað í miðjunni.“
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira