Dansarar hnoðast um bæinn 2. júlí 2007 01:30 Stelpurnar munu skemmta vegfarendum miðbæjarins í sumar með alls kyns uppákomum tengdum dansi. Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum." Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl," segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins. „Við förum um allan bæ og nýtum okkur umhverfið. Til dæmis fórum við niður í bæ um daginn, klæddar í svart frá toppi til táar. Svo fundum við stað á Laugaveginum sem okkur fannst passa og dönsuðum líka niður allan Laugaveginn." Auk Ásrúnar eru þær Berglind Pétursdóttir, Rósa Ómarsdóttir og Védís Kjartansdóttir í danshópnum fima. Á hverjum föstudegi er svokallað Föstudagsfiðrildi Hins hússins og þá eru allir hóparnir að bralla eitthvað sniðugt í miðbænum. „Í gær vorum við á Lækjartorgi með dans-innsetningu þar sem við dönsuðum okkar útgáfu af Svanavatninu," segir Ásrún en stelpurnar eru allar þjálfaðar bæði í nútímadansi og ballett þó svo að hópurinn einbeiti sér að nútímadansinum. „Það er margt framundan hjá okkur í sumar og til dæmis ætlum við að sýna í lok sumars í Hafnarhúsinu. Svo verðum við bara niðri í bæ að skemmta vegfarendum."
Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp