Sjónvarp dauðans 2. júlí 2007 04:00 Þýskir útfararstjórar eru framsýnir. Þess berast nú fregnir að Þjóðverjar hyggist á haustdögum setja á stofn sérstaka sjónvarpsrás sem helguð verður dauðanum. Vefrit Deutsche Welle greinir frá því að samband þýskra útfararstjóra standi að baki stöðinni sem mun sjónvarpa efni allan sólarhringinn en þar verði meðal annars fjallað um sorgarferli, útfararsiði, reglugerðir og annað tilstand er fylgir þessu óumflýjanlega hlutskipti. Haft er eftir talsmanni samtakanna að markmið félagsins sé að létta af þeirri bannhelgi sem umlykur dauðann. Markhópur stöðvarinnar, sem verður einnig aðgengileg á internetinu, er ört stækkandi hópur eldri borgara í Þýskalandi en þeir tilheyra kynslóð sem básúnar lítt tilfinningar á torgum né er mjög upplýstur um praktísk mál er fylgja þessum hinstu förum. Upplýst er að reksturinn verður að hluta til fjármagnaður með dánartilkynningum sem hægt verður að birta á stöðinni en einnig vonast aðstandendur stöðvarinnar til þess að fyrirtæki og stofnanir sem deila fyrrgreindum markhóp muni stökkva um borð í vagninn. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þess berast nú fregnir að Þjóðverjar hyggist á haustdögum setja á stofn sérstaka sjónvarpsrás sem helguð verður dauðanum. Vefrit Deutsche Welle greinir frá því að samband þýskra útfararstjóra standi að baki stöðinni sem mun sjónvarpa efni allan sólarhringinn en þar verði meðal annars fjallað um sorgarferli, útfararsiði, reglugerðir og annað tilstand er fylgir þessu óumflýjanlega hlutskipti. Haft er eftir talsmanni samtakanna að markmið félagsins sé að létta af þeirri bannhelgi sem umlykur dauðann. Markhópur stöðvarinnar, sem verður einnig aðgengileg á internetinu, er ört stækkandi hópur eldri borgara í Þýskalandi en þeir tilheyra kynslóð sem básúnar lítt tilfinningar á torgum né er mjög upplýstur um praktísk mál er fylgja þessum hinstu förum. Upplýst er að reksturinn verður að hluta til fjármagnaður með dánartilkynningum sem hægt verður að birta á stöðinni en einnig vonast aðstandendur stöðvarinnar til þess að fyrirtæki og stofnanir sem deila fyrrgreindum markhóp muni stökkva um borð í vagninn.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira