DVD-Sjónritið Rafskinna kom út í fyrsta sinn nú á laugardaginn. Rafskinna er sambland af hefðbundnu pappírstímariti og alls konar efni á DVD-diski, myndböndum, viðtölum og öðru.

Í tilefni af útkomunni var haldið heljarinnar partí í garðinum við Sirkus á laugardaginn. Hljómsveitirnar FM Belfast og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti og vöktu mikla lukku viðstaddra. Um kvöldmatarleytið var slegið upp mikilli fiskigrillveislu í góða veðrinu, en þema fyrstu Rafskinnu er einmitt fiskur, og svo var glaðst fram eftir nóttu.