Hamingjudagar 5. júlí 2007 07:00 Fitan flæðir yfir mótið. Einn skúlptúra Guðrúnar Veru á sýningu hennar í Gallery Turpentine sem hún opnar á morgun. Ljósmynd/Guðrún Vera. Birt með góðfúslegu leyfi li Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hamingjudagar skella á í Gallery Turpentine í eftirmiðdaginn þegar Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona opnar þar sýningu. Guðrún segist hafa smíðað sýninguna inn í rýmið á Ingólfsstrætinu þar sem Turpentine er til húsa. Verkin eru fjögur og passa inn: „Þau eru öll í stærri kantinum," segir Guðrún. Guðrún Vera hélt síðast sýningu á Íslandi í lok ársins 2005, þá í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sú sýning hét „Velkomin(n) til mannheima" og túlkaði m.a. fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður brottrækur frá Paradís. Í Hamingjudögum skoðar listakonan hins vegar mannlegar fýsnir og freistingar, s.s. lygi, græðgi eða hvers kyns ofneyslu sem ætlað er að fylla upp í tómleika. Verk hennar hafa um langt skeið verið bernskar mannverur úr leir í hvítu rými, einmanakennd hefur svifið yfir vötnum í sköpun listakonunnar en nú segist hún stigin til jarðar og komin í mannheima. Verkin fjögur eru unnin með blandaðri tækni, mest í leir en fleiri efni koma til. Nú eru verur hennar komnar í föt. Grunnur verkanna er unninn í plastleir: „Svona eins og krakkar eru með á leikskólum," segir listakonan. Efnið er bæði þjált í mótun og hefur mjúka áferð þegar það harðnar, þótt steypa verði glerhjálmi yfir sum eldri verka hennar til að hlífa þeim við meiðslum. Hún segist hafa byrjað með tvo póla við undirbúning sýningarinnar: hungur og græðgi. Græðgin hafi unnið á í fyrirferð í vinnslunni. Hungrið þorrið, enda ekki eins sjáanlegt og græðgin. Yfirskriftin er fengin að láni frá samnefndu leikriti Samuels Becketts. Þar sagði af hinni sælu frú sem sat í stórum sandbing og sökk æ dýpra í hauginn uns hausinn einn stóð upp úr. Guðrún segist ekki vera móralisti þótt lestir mannsins og fýsnir hafi att henni af stað í undirbúningi Hamingjudaga: „Ég er bara manneskja," segir hún og trúir á siðferðiskennd mannsins. Sýningin stendur til 22. júlí.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“