Tumi í Skaftafelli 5. júlí 2007 04:15 Einn pollur Tuma á sýningunni. Birt með góðfúslegu leyfi listamannsins Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Tumi Magnúson listmálari opnar á morgun sýningu í seyðfirska menningarsetrinu Skaftfelli. Á sýningunni gefur að líta tvö stór prent og myndverk á fimm skjám með hljóði. Efniviðurinn er eins og hefur verið um langt skeið hinn fljótandi litur og þaðan er nafnið komið á sýninguna: Pollar. Sýninguna segir Tumi aðlagaða rýminu í Skaftfelli. Hann er að skoða eðli litarins, flökt hans á hreyfingu og litbrigðin, nema nú hefur hann gætt litinn hljóði: „Ég vil helst vinna á óskilgreindu svæði. Þar eru möguleikarnir, efinn, áhættan og spenningurinn. Forvitnin leiðir mann áfram og efinn ögrar manni. Það sem oftast á sér stað hjá mér er að viðfangsefnið, sem er gjarnan hlutur, efni eða lífvera, kemst í snertingu við einhvers konar rými, til dæmis herbergi eða ákveðinn myndflöt. Þetta gerist í gegnum ljósmynd eða video, þá tölvu, og síðan raunverulegt rými. Verkin mín geta kallast viðvarandi rannsókn á samruna hlutar og rýmis, myndar og ramma, framsetningar og teygjanleika. Verkin virðast oftast fá form sem tengjast málverki á einhvern hátt. Ekki vegna þess að ég óski þess sérstaklega, það er mér bara eðlilegt. Jafnvel 8 millimetra kvikmynd sem ég gerði 1980 er málverk í eðli sínu, jafnvel þó ég hafi ekki málað á námsárunum. Þetta gæti leitt mann að þeirri niðurstöðu að málverk sé hugarástand frekar en myndlistaraðferð. Efniskennd og pixlar, möguleikinn á að vinna með efni á óefniskenndan hátt er auðvitað þversögn. Það er samt ein hliðin á verkinu „Pollar" sem ég sýni nú í Skaftfelli. Það er video, hljóð og ljósmyndainnsetning, sem er unnin á stafrænan, en um leið mjög efnislegan/líkamlegan hátt. Tumi segist hafa unnið með þetta þema í langan tíma: „Pollar" tengist ljósmyndaverki sem ég gerði árið 1979. Það samanstóð af tveimur svarthvítum ljósmyndum sem settar voru upp á gagnstæðum veggjum. Önnur sýndi mjólkurdropa sem var að detta úr flösku. Hin sýndi dropann lenda í mjólkurpolli. Myndavélin, og þar með áhorfandinn, var á milli. Hljóðið er mjög mikilvægur hluti verksins, og undirstrikar rýmislega eiginleika þess. Það virkjar einnig áhorfandann, sem ósjálfrátt reynir að tengja hljóð og mynd." Tumi hefur um tveggja ára skeið dvalið í Kaupmannahöfn við kennslu í Konunglegu listaakademíunni þar sem hann veitir forstöðu annarri af tveimur málaradeildum. Hann sýndi síðast hér á landi í Ásmundarsal en átti verk á sýningu í Carlottulundi á liðnu ári. Á sama tíma opnar sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfell. Þeir munu einnig fremja tónlistargjörning í Bistrói Skaftfell kl. 17.00. Sýning Tuma verður opin alla daga frá 13.00 til 18. 00 og mun standa til 4. ágúst. Sýningin á Vesturveggnum verður opin á opnunartíma Bistrós Skaftfells og stendur til 18. júlí.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“