Tónlist

Pavarotti nær dauða en lífi

Kom síðast opinberlega fram á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir 16 mánuðum þegar hann söng lagið sem hann hefur gert ódauðlegt á ferli sínum, Nessun Dorma.
Kom síðast opinberlega fram á Vetrarólympíuleikunum í Tórínó fyrir 16 mánuðum þegar hann söng lagið sem hann hefur gert ódauðlegt á ferli sínum, Nessun Dorma.

Óperusöngvarinn Luciano Pavarotti telur að hann muni deyja á allra næstu dögum eftir að hafa barist við krabbamein í briskirtli frá því í júlí í fyrra. Að sögn dóttur Pavarottis, Giuliana, er úthaldið á þrotum eftir rúmlega árslanga baráttu.

„Hann veit að hann mun kveðja þessa jörð innan skamms og hann talar mikið um þann dag sem hann mun loksins hitta foreldra sína á ný,“ segir Giuliana, en þeir létust með stuttu millibili fyrir nokkrum árum og hafði andlát foreldranna mikil áhrif á tenórinn.



Hinn 71 árs gamli Pavarotti hefur ekki komið opinberlega fram eftir að hann greindist með krabbameinið en að sögn þeirra sem séð hafa til söngvarans hefur hann lést gríðarlega í veikindunum og styðst við hjólastól til að geta ferðast um heimili sitt í Pesaro á Ítalíu. Hann eyðir þeirri litlu orku sem hann hefur í að kenna fjölskyldumeðlimum söng auk þess sem hann spilar á spil við barnabörnin.

„Hann ætlar að nota síðustu stundirnar til að vera með fjölskyldu sinni,“ sagði umboðsmaður söngvarans í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×