Þjóðlagahátíð brátt á enda 7. júlí 2007 02:30 Gunnsteinn Ólafsson frumkvöðull og stjórnandi Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Tveir dagar eru nú eftir af dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðin ber að þessu sinni heitið Ríma og eru kvæðamenn því áberandi í dagskránni. Í dag kl. 10 hefst langspilsþing á Kirkjuloftinu. Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Það eru þau Örn Magnússon píanóleikari, Jerry Rockwell og Marit Steinsrud sem kynna þrjú forn en einföld strok og sláttuhljóðfæri á þinginu: Langspil, dulsimer úr fjöllunum, og langleikinn norska. Marit verður síðar um daginn með tónleika og kynnir langleikinn frekar í Bræðslunni. Þá verður kammerkórinn Cappella Con Moto frá Þýskalandi með tónleika kl. 17 í Siglufjarðarkirkju. Um kvöldið er uppskeruhátíð í Bátahúsinu þar sem Narodna Musk leikur fyrir dansi. Stærsti viðburður sunnudagsins eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hún hefur undanfarnar vikur æft píanókonsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian. Konsertinn verður frumfluttur í kirkjunni á Siglufirði, sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 og í Neskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 20.00. Einleikari með hljómsveitinni er landi tónskáldsins, Armen Babakhanian. Auk þess leikur hljómsveitin svíturnar tvær úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg í tilefni af 100 ára dánarártíð tónskáldsins. Stjórnandi og sögumaður á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Armen Babakhanian er armenskur píanóleikari. Hann leikur gjarnan með fremstu strengjakvartettum veraldar, á borð við ungverska Takács-kvartettinn, Lark-kvartettinn enska og bandaríska strengjakvartettinn. Flutningur hans með Takács-kvartettinum á kvintett eftir Schostakovich var kjörinn besti tónlistarflutningur ársins 1995. John Sarkissian tónskáld býr og starfar í Berlín í Þýskalandi. Hann ólst upp meðal armenska minnihlutans í Íran en hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. Hann hefur samið fjölda verka, þar á meðal sönglög, verk fyrir einleikshljóðfæri og tvo konserta fyrir píanó. Um þessar mundir vinnur hann að óperu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð 7. nóvember 2004. Hljómsveitin er skipuð rúmlega 50 nemendum úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu sem lengst eru komnir í námi. Hljómsveitin tekst að jafnaði á við þrjú verkefni á ári. Fyrr um daginn kl. 11. er Duo Ríma með tónleika í Gránu. Þar flytja þær Erika Söderström víóluleikari og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari meðal annars nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Þjóðlagahátíðin er fyrir löngu tekin að setja mikinn svip á bæjarlífið þessa daga þá hún stendur. Henni var valinn staður sökum starfs séra Bjarna Þorsteinssonar klerks og framármanns á Siglufirði, en þaðan vann hann sína miklu söfnun á íslenskum þjóðlögum. Þar er nú komið á stað setur til rannsókna á íslenskum þjóðlagaarfi. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tveir dagar eru nú eftir af dagskrá Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Hátíðin ber að þessu sinni heitið Ríma og eru kvæðamenn því áberandi í dagskránni. Í dag kl. 10 hefst langspilsþing á Kirkjuloftinu. Á sunnudag verða tvennir tónleikar. Það eru þau Örn Magnússon píanóleikari, Jerry Rockwell og Marit Steinsrud sem kynna þrjú forn en einföld strok og sláttuhljóðfæri á þinginu: Langspil, dulsimer úr fjöllunum, og langleikinn norska. Marit verður síðar um daginn með tónleika og kynnir langleikinn frekar í Bræðslunni. Þá verður kammerkórinn Cappella Con Moto frá Þýskalandi með tónleika kl. 17 í Siglufjarðarkirkju. Um kvöldið er uppskeruhátíð í Bátahúsinu þar sem Narodna Musk leikur fyrir dansi. Stærsti viðburður sunnudagsins eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins. Hún hefur undanfarnar vikur æft píanókonsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian. Konsertinn verður frumfluttur í kirkjunni á Siglufirði, sunnudaginn 8. júlí kl. 14.00 og í Neskirkju mánudaginn 9. júlí kl. 20.00. Einleikari með hljómsveitinni er landi tónskáldsins, Armen Babakhanian. Auk þess leikur hljómsveitin svíturnar tvær úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg í tilefni af 100 ára dánarártíð tónskáldsins. Stjórnandi og sögumaður á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Armen Babakhanian er armenskur píanóleikari. Hann leikur gjarnan með fremstu strengjakvartettum veraldar, á borð við ungverska Takács-kvartettinn, Lark-kvartettinn enska og bandaríska strengjakvartettinn. Flutningur hans með Takács-kvartettinum á kvintett eftir Schostakovich var kjörinn besti tónlistarflutningur ársins 1995. John Sarkissian tónskáld býr og starfar í Berlín í Þýskalandi. Hann ólst upp meðal armenska minnihlutans í Íran en hefur lengst af búið í Bandaríkjunum. Hann hefur samið fjölda verka, þar á meðal sönglög, verk fyrir einleikshljóðfæri og tvo konserta fyrir píanó. Um þessar mundir vinnur hann að óperu. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð 7. nóvember 2004. Hljómsveitin er skipuð rúmlega 50 nemendum úr tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu sem lengst eru komnir í námi. Hljómsveitin tekst að jafnaði á við þrjú verkefni á ári. Fyrr um daginn kl. 11. er Duo Ríma með tónleika í Gránu. Þar flytja þær Erika Söderström víóluleikari og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir sellóleikari meðal annars nýtt verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur. Þjóðlagahátíðin er fyrir löngu tekin að setja mikinn svip á bæjarlífið þessa daga þá hún stendur. Henni var valinn staður sökum starfs séra Bjarna Þorsteinssonar klerks og framármanns á Siglufirði, en þaðan vann hann sína miklu söfnun á íslenskum þjóðlögum. Þar er nú komið á stað setur til rannsókna á íslenskum þjóðlagaarfi.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira