Styttist í endurkomu Kristjáns Jóhannssonar 9. júlí 2007 09:45 Kristján Jóhannsson hyggst snúa aftur til Íslands á þessu ári og halda glæsilega tónleika. Ekki er þó ljóst nákvæmlega hvenær þeir verða. „Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram. Kristján var þögull sem gröfin um það hvenær og hvar tónleikarnir yrðu en taldi nokkuð víst að þeir yrðu á undan tónleikum Andrea Bocelli í Egilshöll í lok október. „Vonandi verða þetta ánægjulegir endurfundir og kannski verður maður bara eins og týndi sonurinn, alikálfinum slátrað og þar fram eftir götunum,“ bætir Kristján við. Hetjutenórinn hefur haft nóg fyrir stafni. Hann er með tólf nemendur hjá sér í kennslu og hefur verið að æfa nýjar óperur. Enn sem fyrr er mikil eftirspurn eftir kröftum Kristjáns. Kristján hefur jafnframt verið duglegur við að halda tónleika og þegar Fréttablaðið náði tali af honum voru einir sjö í burðarliðnum. Kristján býr við Gardavatn á Ítalíu og varð nýlega fyrir því óláni að missa farsíma sinn ofan í vatnið þegar hann var á siglingu með vini sínum. „Já, þarna hurfu nokkur hundruð símanúmer með góðum samböndum. En mér gafst líka tækifæri til að vinsa út þá sem ég vildi ekki lengur hafa í símanum hjá mér.“ Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram. Kristján var þögull sem gröfin um það hvenær og hvar tónleikarnir yrðu en taldi nokkuð víst að þeir yrðu á undan tónleikum Andrea Bocelli í Egilshöll í lok október. „Vonandi verða þetta ánægjulegir endurfundir og kannski verður maður bara eins og týndi sonurinn, alikálfinum slátrað og þar fram eftir götunum,“ bætir Kristján við. Hetjutenórinn hefur haft nóg fyrir stafni. Hann er með tólf nemendur hjá sér í kennslu og hefur verið að æfa nýjar óperur. Enn sem fyrr er mikil eftirspurn eftir kröftum Kristjáns. Kristján hefur jafnframt verið duglegur við að halda tónleika og þegar Fréttablaðið náði tali af honum voru einir sjö í burðarliðnum. Kristján býr við Gardavatn á Ítalíu og varð nýlega fyrir því óláni að missa farsíma sinn ofan í vatnið þegar hann var á siglingu með vini sínum. „Já, þarna hurfu nokkur hundruð símanúmer með góðum samböndum. En mér gafst líka tækifæri til að vinsa út þá sem ég vildi ekki lengur hafa í símanum hjá mér.“
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira