Dansinn dunar 11. júlí 2007 02:45 Ögrandi taktar og banvænir krókar gera Attack Decay Sustain Release aðra af stóru partíplötum sumarsins (hin er † með Justice). Steinþór Helgi ArnsteinssonSimian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír. SMD hafa einnig gefið út nokkrar smáskífur hjá franska plötufyrirtækinu Kitsuné sem er leiðandi í danstónlistarsenu heimsins nú um stundir ásamt Ed Banger (þar sem Justice er einmitt stærsta nafnið). Á Attack Decay Sustain Release er einmitt að finna þessar fyrri smáskífur sem hafa verið svo áberandi á dansgólfum skemmtistaða. Þvílíkt safn eitraðra hittara hefur því ekki komið út innan danstónlistarsenunnar í langan tíma. Í raun er hvert einasta lag plötunnar til þess fallið að gera allt vitlaust á dansgólfinu og þau fara líka létt með það. Æsingslegir taktar, ótrúlega grípandi krókar og mínimalísk óhljóð eru flaggskip plötunnar. Oft bætast líka við einfaldir textar sem trufla mann ekki mikið og gefa lögunum oft aukna vídd. „I believe / you could be / what I need / to believe“ og „Love is all you need to know / and love is all you need / to know“ eru dæmi um passlega hnyttni. Bestu lög plötunnar eru án nokkurs vafa It‘s the Beat (sem söngkona The Go! Team syngur) og Hustler. Tryllingslega góð lög. En eins og áður segir eru nær öll lögin hreinræktaðir klúbbahittarar. Undantekningarnar eru I Got This Down sem er viðvaningslegt fönklag og lokalagið Scott sem hefði mátt sleppa. Setjið samt bara þessa plötu á fóninn og þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af partíinu. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Steinþór Helgi ArnsteinssonSimian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír. SMD hafa einnig gefið út nokkrar smáskífur hjá franska plötufyrirtækinu Kitsuné sem er leiðandi í danstónlistarsenu heimsins nú um stundir ásamt Ed Banger (þar sem Justice er einmitt stærsta nafnið). Á Attack Decay Sustain Release er einmitt að finna þessar fyrri smáskífur sem hafa verið svo áberandi á dansgólfum skemmtistaða. Þvílíkt safn eitraðra hittara hefur því ekki komið út innan danstónlistarsenunnar í langan tíma. Í raun er hvert einasta lag plötunnar til þess fallið að gera allt vitlaust á dansgólfinu og þau fara líka létt með það. Æsingslegir taktar, ótrúlega grípandi krókar og mínimalísk óhljóð eru flaggskip plötunnar. Oft bætast líka við einfaldir textar sem trufla mann ekki mikið og gefa lögunum oft aukna vídd. „I believe / you could be / what I need / to believe“ og „Love is all you need to know / and love is all you need / to know“ eru dæmi um passlega hnyttni. Bestu lög plötunnar eru án nokkurs vafa It‘s the Beat (sem söngkona The Go! Team syngur) og Hustler. Tryllingslega góð lög. En eins og áður segir eru nær öll lögin hreinræktaðir klúbbahittarar. Undantekningarnar eru I Got This Down sem er viðvaningslegt fönklag og lokalagið Scott sem hefði mátt sleppa. Setjið samt bara þessa plötu á fóninn og þá þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af partíinu.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira