Einstaklingsmiðuð einkaþjálfun 12. júlí 2007 01:00 Haraldur Magnússon osteopati segir það mikið atriði að þjálfa líkamann út frá jafnvægi og líkamsstöðu hvers og eins. MYND/Vilhelm Í Íþróttaakademíunni í Keflavík verður kennd ný nálgun að einkaþjálfunarnámi frá og með komandi vetri þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá jafnvægi og líkamsstöðu. Haraldur Magnússon er osteopati og kennir einkaþjálfun við Akademíuna. „Það má segja að þetta sé ósköp venjuleg einkaþjálfun sem snýst um að meðhöndla hvern og einn eftir því hvar veikustu hlekkirnir eru í líkamanum,“ segir Haraldur og bætir því við að það sé nokkur breyting frá því sem verið hefur. „Þú kemur bara til einkaþjálfara og segir honum hvað þú vilt gera; léttast, styrkjast, grennast eða eitthvað slíkt og færð þá æfingakerfi upp úr bunka eftir því.“ Haraldur segir hins vegar að nýja hugmyndafræðin sé persónumiðuð og leitist við að rétta úr líkamsstöðunni og hafa jákvæð áhrif á hana ásamt því auðvitað að styrkja líkamann. „Það sem er mikilvægast í þessu er að áður en byrjað er að æfa fer hver og einn í gegnum stoðkerfagreiningu til að finna út hvaða áherslur þarf að hafa í þjálfuninni. Til dæmis ef önnur öxlin liggur ofar en hin eða aftar þá veit ég að ákveðnir vöðvar þurfa teygju á móti hinum. Eins eru hugsanlega einhverjar æfingar sem þarf að forðast en aðrar sem leggja þarf sérstaka áherslu á á móti,“ segir Haraldur og bætir við: „Æfingunum er þá raðað upp með það að markmiði að líkaminn nær jafnvægi, líkamsstaðan jafnast og fólki líður betur fyrir vikið.“ Haraldur segir alla helstu einkaþjálfara heims vera búna að taka upp þessar persónumiðuðu aðferðir og nú sé loks verið að innleiða þær hér á landi. „Það verður dálítið breytt fyrirkomulag á einkaþjálfunarkennslunni í vetur því við ætlum að minnka áhersluna á akademíska þáttinn en auka á móti verklega þáttinn, enda er þetta verklegt starf,“ segir Haraldur osteopati að lokum. Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið
Í Íþróttaakademíunni í Keflavík verður kennd ný nálgun að einkaþjálfunarnámi frá og með komandi vetri þar sem áhersla er lögð á að vinna út frá jafnvægi og líkamsstöðu. Haraldur Magnússon er osteopati og kennir einkaþjálfun við Akademíuna. „Það má segja að þetta sé ósköp venjuleg einkaþjálfun sem snýst um að meðhöndla hvern og einn eftir því hvar veikustu hlekkirnir eru í líkamanum,“ segir Haraldur og bætir því við að það sé nokkur breyting frá því sem verið hefur. „Þú kemur bara til einkaþjálfara og segir honum hvað þú vilt gera; léttast, styrkjast, grennast eða eitthvað slíkt og færð þá æfingakerfi upp úr bunka eftir því.“ Haraldur segir hins vegar að nýja hugmyndafræðin sé persónumiðuð og leitist við að rétta úr líkamsstöðunni og hafa jákvæð áhrif á hana ásamt því auðvitað að styrkja líkamann. „Það sem er mikilvægast í þessu er að áður en byrjað er að æfa fer hver og einn í gegnum stoðkerfagreiningu til að finna út hvaða áherslur þarf að hafa í þjálfuninni. Til dæmis ef önnur öxlin liggur ofar en hin eða aftar þá veit ég að ákveðnir vöðvar þurfa teygju á móti hinum. Eins eru hugsanlega einhverjar æfingar sem þarf að forðast en aðrar sem leggja þarf sérstaka áherslu á á móti,“ segir Haraldur og bætir við: „Æfingunum er þá raðað upp með það að markmiði að líkaminn nær jafnvægi, líkamsstaðan jafnast og fólki líður betur fyrir vikið.“ Haraldur segir alla helstu einkaþjálfara heims vera búna að taka upp þessar persónumiðuðu aðferðir og nú sé loks verið að innleiða þær hér á landi. „Það verður dálítið breytt fyrirkomulag á einkaþjálfunarkennslunni í vetur því við ætlum að minnka áhersluna á akademíska þáttinn en auka á móti verklega þáttinn, enda er þetta verklegt starf,“ segir Haraldur osteopati að lokum.
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið