Tónleikar: Toto - þrjár stjörnur 12. júlí 2007 05:00 Meðlimir Toto sýndu snilldartakta á ágætlega heppnuðum tónleikum í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Þó að það hafi ekki borið mjög mikið á Toto undanfarin ár var Laugardalshöllin nálægt því að vera full á þriðjudagskvöldið og greinileg eftirvænting í loftinu þegar hljómsveitin birtist á sviðinu og hóf leik um klukkan hálf níu. Sú tónleikaútgáfa af Toto sem spilaði í Höllinni er fimm manna, skipuð gítarleikaranum og söngvaranum Steve Lukather og söngvaranum Bobby Kimball sem báðir eru upprunalegir Toto-limir, trommuleikaranum Simon Phillips, hljómborðsleikaranum Greg Phillinganes og bassaleikaranum Leland Sklar sem hleypur í skarðið fyrir Mike Porcaro sem er að jafna sig eftir handarmeiðsli. Allt eru þetta margreyndir session-leikarar sem hafa spilað inn á ógrynni af plötum. Thriller með Michael Jackson, Songs in the Key of Life með Stevie Wonder, Moonlight Shadow með Mike Oldfield svo við nefnum dæmi og auðvitað Tívolí með Stuðmönnum, en Simon Phillips trommaði sem kunnugt er á henni... Tónlist Toto mætti flokka sem amerískt 80‘s-iðnaðarrokk. Það er tónlist sem ég hef ekki sótt mikið í þó að ég þekki auðvitað stærstu smellina. Það kom strax í ljós á tónleikunum á þriðjudagskvöldið að Toto er hörku tónleikasveit. Fagmennskan var í fyrirrúmi og meðlimirnir lögðu mikið upp úr því að ná upp stemningu með sviðsframkomu og skemmtilegum kynningum á milli laga. Hámarki náði stemningin auðvitað í ofursmellunum, Rosanna, Hold the Line og uppklappslaginu Africa. Minni smellir eins og I‘ll Supply the Love og Don’t Chain My Heart virkuðu líka vel, en ef það er hægt að setja út á eitthvað á þessum tónleikum þá er það helst að lögin voru misgóð. Sum þeirra náðu ekki að halda athyglinni, hjá mér að minnsta kosti. Þeir sem mæta á tónleika með hljómsveit eins og Toto mæta líka til þess að dást að hljóðfæraleikurunum. Og þeir ollu ekki vonbrigðum. Þeir fóru allir á kostum og skiptust á að sýna listir sínar í sólóum, en stóra gítarsólóið hans Steve og tilþrif hins síðskeggjaða bassasnillings Leland Sklar eru það sem stendur upp úr að mínu mati. Svo var líka gaman að fylgjast með Bobby Kimball, söngvaranum með björtu röddina. Hann er orðinn sextugur og greinilega búinn að missa svolítið af líkamlegu þreki. Hann tók því frekar rólega í mörgum laganna, en lét svo heyra duglega í sér inn á milli, t.d. í viðlögunum í Hold The Line og Africa. Glæsileg 80‘s týpa... Toto spilaði í tæpa tvo tíma og kláraði sitt af stakri fagmennsku. Á heildina litið voru þetta ágætir tónleikar og á köflum stórgóðir. Trausti Júlíusson Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þó að það hafi ekki borið mjög mikið á Toto undanfarin ár var Laugardalshöllin nálægt því að vera full á þriðjudagskvöldið og greinileg eftirvænting í loftinu þegar hljómsveitin birtist á sviðinu og hóf leik um klukkan hálf níu. Sú tónleikaútgáfa af Toto sem spilaði í Höllinni er fimm manna, skipuð gítarleikaranum og söngvaranum Steve Lukather og söngvaranum Bobby Kimball sem báðir eru upprunalegir Toto-limir, trommuleikaranum Simon Phillips, hljómborðsleikaranum Greg Phillinganes og bassaleikaranum Leland Sklar sem hleypur í skarðið fyrir Mike Porcaro sem er að jafna sig eftir handarmeiðsli. Allt eru þetta margreyndir session-leikarar sem hafa spilað inn á ógrynni af plötum. Thriller með Michael Jackson, Songs in the Key of Life með Stevie Wonder, Moonlight Shadow með Mike Oldfield svo við nefnum dæmi og auðvitað Tívolí með Stuðmönnum, en Simon Phillips trommaði sem kunnugt er á henni... Tónlist Toto mætti flokka sem amerískt 80‘s-iðnaðarrokk. Það er tónlist sem ég hef ekki sótt mikið í þó að ég þekki auðvitað stærstu smellina. Það kom strax í ljós á tónleikunum á þriðjudagskvöldið að Toto er hörku tónleikasveit. Fagmennskan var í fyrirrúmi og meðlimirnir lögðu mikið upp úr því að ná upp stemningu með sviðsframkomu og skemmtilegum kynningum á milli laga. Hámarki náði stemningin auðvitað í ofursmellunum, Rosanna, Hold the Line og uppklappslaginu Africa. Minni smellir eins og I‘ll Supply the Love og Don’t Chain My Heart virkuðu líka vel, en ef það er hægt að setja út á eitthvað á þessum tónleikum þá er það helst að lögin voru misgóð. Sum þeirra náðu ekki að halda athyglinni, hjá mér að minnsta kosti. Þeir sem mæta á tónleika með hljómsveit eins og Toto mæta líka til þess að dást að hljóðfæraleikurunum. Og þeir ollu ekki vonbrigðum. Þeir fóru allir á kostum og skiptust á að sýna listir sínar í sólóum, en stóra gítarsólóið hans Steve og tilþrif hins síðskeggjaða bassasnillings Leland Sklar eru það sem stendur upp úr að mínu mati. Svo var líka gaman að fylgjast með Bobby Kimball, söngvaranum með björtu röddina. Hann er orðinn sextugur og greinilega búinn að missa svolítið af líkamlegu þreki. Hann tók því frekar rólega í mörgum laganna, en lét svo heyra duglega í sér inn á milli, t.d. í viðlögunum í Hold The Line og Africa. Glæsileg 80‘s týpa... Toto spilaði í tæpa tvo tíma og kláraði sitt af stakri fagmennsku. Á heildina litið voru þetta ágætir tónleikar og á köflum stórgóðir. Trausti Júlíusson
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira