Steed Lord í glanstímariti í New York 18. júlí 2007 03:45 Það er leikkonan Mena Suvari sem prýðir forsíðu fjórða tölublaðs Missbehave. Í blaðinu er einnig opnuviðtal við hljómsveitina Steed Lord og umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur. Hljómsveitin Steed Lord er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Missbehave í New York. Reyndar koma fleiri Íslendingar við sögu í blaðinu því þar er einnig að finna umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur og „tískuleyndarmál“ hennar. Missbehave er nýtt tímarit sem fjallar bæði um tísku og tónlist, en leikkonan í American Beauty, Mena Suvari, prýðir forsíðu þessa nýjasta tölublaðs sem er það fjórða í röðinni. Það var Colby Katz sem myndaði meðlimi Steed Lord fyrir viðtalið, en hún hefur meðal annars tekið myndir fyrir Vanity Fair, Time Magazine, Marie Claire og The New York Times Magazine svo nokkur séu nefnd. Katz tók myndirnar þegar meðlimir Steed Lord voru staddir í tónleikaferð í Miami í Flórída fyrr á árinu. „Bringing the heat – from Iceland“ segir í umfjöllun blaðsins um sveitina. Þar er þess jafnframt getið að hljómsveitin eigi sér fáa sína líka, enda fái hún innblástur úr jafn ólíkum áttum og frá Prince, The Diplomats, Janis Joplin og New Kids on the Block. Svala Björgvinsdóttir, sem gengur undir nafninu Kali í bandinu, er sögð reynsluboltinn í hópnum og tekið er fram að hún hafi tekið upp lög frá 7 ára aldri, enda sé hún dóttir hinnar íslensku stjörnu „Bo Halldorsson“. Þá kemur fram að eftir að hafa gefið út tvær sólóplötur sé Svala nú gengin til liðs við Steed Lord þar sem „hjarta hennar er“. Blaðamaður er augljóslega hrifinn því í lok viðtalsins segir að aðdáendur Steed Lord geti til allrar lukku fengið að sjá það sem hann kallar „tísku- og tónlistarsprengingu“ með eigin augum enda séu fyrirhugaðir tónleikar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Þýskalandi. Hljómsveitin Steed Lord Blaðamaður Missbehave er augljóslega hrifinn af sveitinni og segir hana „tísku- og tónlistarsprengingu“. . Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Steed Lord er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Missbehave í New York. Reyndar koma fleiri Íslendingar við sögu í blaðinu því þar er einnig að finna umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur og „tískuleyndarmál“ hennar. Missbehave er nýtt tímarit sem fjallar bæði um tísku og tónlist, en leikkonan í American Beauty, Mena Suvari, prýðir forsíðu þessa nýjasta tölublaðs sem er það fjórða í röðinni. Það var Colby Katz sem myndaði meðlimi Steed Lord fyrir viðtalið, en hún hefur meðal annars tekið myndir fyrir Vanity Fair, Time Magazine, Marie Claire og The New York Times Magazine svo nokkur séu nefnd. Katz tók myndirnar þegar meðlimir Steed Lord voru staddir í tónleikaferð í Miami í Flórída fyrr á árinu. „Bringing the heat – from Iceland“ segir í umfjöllun blaðsins um sveitina. Þar er þess jafnframt getið að hljómsveitin eigi sér fáa sína líka, enda fái hún innblástur úr jafn ólíkum áttum og frá Prince, The Diplomats, Janis Joplin og New Kids on the Block. Svala Björgvinsdóttir, sem gengur undir nafninu Kali í bandinu, er sögð reynsluboltinn í hópnum og tekið er fram að hún hafi tekið upp lög frá 7 ára aldri, enda sé hún dóttir hinnar íslensku stjörnu „Bo Halldorsson“. Þá kemur fram að eftir að hafa gefið út tvær sólóplötur sé Svala nú gengin til liðs við Steed Lord þar sem „hjarta hennar er“. Blaðamaður er augljóslega hrifinn því í lok viðtalsins segir að aðdáendur Steed Lord geti til allrar lukku fengið að sjá það sem hann kallar „tísku- og tónlistarsprengingu“ með eigin augum enda séu fyrirhugaðir tónleikar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Þýskalandi. Hljómsveitin Steed Lord Blaðamaður Missbehave er augljóslega hrifinn af sveitinni og segir hana „tísku- og tónlistarsprengingu“. .
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira