Steed Lord í glanstímariti í New York 18. júlí 2007 03:45 Það er leikkonan Mena Suvari sem prýðir forsíðu fjórða tölublaðs Missbehave. Í blaðinu er einnig opnuviðtal við hljómsveitina Steed Lord og umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur. Hljómsveitin Steed Lord er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Missbehave í New York. Reyndar koma fleiri Íslendingar við sögu í blaðinu því þar er einnig að finna umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur og „tískuleyndarmál“ hennar. Missbehave er nýtt tímarit sem fjallar bæði um tísku og tónlist, en leikkonan í American Beauty, Mena Suvari, prýðir forsíðu þessa nýjasta tölublaðs sem er það fjórða í röðinni. Það var Colby Katz sem myndaði meðlimi Steed Lord fyrir viðtalið, en hún hefur meðal annars tekið myndir fyrir Vanity Fair, Time Magazine, Marie Claire og The New York Times Magazine svo nokkur séu nefnd. Katz tók myndirnar þegar meðlimir Steed Lord voru staddir í tónleikaferð í Miami í Flórída fyrr á árinu. „Bringing the heat – from Iceland“ segir í umfjöllun blaðsins um sveitina. Þar er þess jafnframt getið að hljómsveitin eigi sér fáa sína líka, enda fái hún innblástur úr jafn ólíkum áttum og frá Prince, The Diplomats, Janis Joplin og New Kids on the Block. Svala Björgvinsdóttir, sem gengur undir nafninu Kali í bandinu, er sögð reynsluboltinn í hópnum og tekið er fram að hún hafi tekið upp lög frá 7 ára aldri, enda sé hún dóttir hinnar íslensku stjörnu „Bo Halldorsson“. Þá kemur fram að eftir að hafa gefið út tvær sólóplötur sé Svala nú gengin til liðs við Steed Lord þar sem „hjarta hennar er“. Blaðamaður er augljóslega hrifinn því í lok viðtalsins segir að aðdáendur Steed Lord geti til allrar lukku fengið að sjá það sem hann kallar „tísku- og tónlistarsprengingu“ með eigin augum enda séu fyrirhugaðir tónleikar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Þýskalandi. Hljómsveitin Steed Lord Blaðamaður Missbehave er augljóslega hrifinn af sveitinni og segir hana „tísku- og tónlistarsprengingu“. . Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Steed Lord er í opnuviðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Missbehave í New York. Reyndar koma fleiri Íslendingar við sögu í blaðinu því þar er einnig að finna umfjöllun um Björk Guðmundsdóttur og „tískuleyndarmál“ hennar. Missbehave er nýtt tímarit sem fjallar bæði um tísku og tónlist, en leikkonan í American Beauty, Mena Suvari, prýðir forsíðu þessa nýjasta tölublaðs sem er það fjórða í röðinni. Það var Colby Katz sem myndaði meðlimi Steed Lord fyrir viðtalið, en hún hefur meðal annars tekið myndir fyrir Vanity Fair, Time Magazine, Marie Claire og The New York Times Magazine svo nokkur séu nefnd. Katz tók myndirnar þegar meðlimir Steed Lord voru staddir í tónleikaferð í Miami í Flórída fyrr á árinu. „Bringing the heat – from Iceland“ segir í umfjöllun blaðsins um sveitina. Þar er þess jafnframt getið að hljómsveitin eigi sér fáa sína líka, enda fái hún innblástur úr jafn ólíkum áttum og frá Prince, The Diplomats, Janis Joplin og New Kids on the Block. Svala Björgvinsdóttir, sem gengur undir nafninu Kali í bandinu, er sögð reynsluboltinn í hópnum og tekið er fram að hún hafi tekið upp lög frá 7 ára aldri, enda sé hún dóttir hinnar íslensku stjörnu „Bo Halldorsson“. Þá kemur fram að eftir að hafa gefið út tvær sólóplötur sé Svala nú gengin til liðs við Steed Lord þar sem „hjarta hennar er“. Blaðamaður er augljóslega hrifinn því í lok viðtalsins segir að aðdáendur Steed Lord geti til allrar lukku fengið að sjá það sem hann kallar „tísku- og tónlistarsprengingu“ með eigin augum enda séu fyrirhugaðir tónleikar í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Þýskalandi. Hljómsveitin Steed Lord Blaðamaður Missbehave er augljóslega hrifinn af sveitinni og segir hana „tísku- og tónlistarsprengingu“. .
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp