Tónlist

Stórtónleikar í Borgarneskirkju

Víðförulir tónlistarmenn sem leiða saman hesta sína í Borgarneskirkju annað kvöld.
Víðförulir tónlistarmenn sem leiða saman hesta sína í Borgarneskirkju annað kvöld.

Á morgun, sunnudag kl. 20.00, verða haldnir miklir tónleikar í Borgarneskirkju. Þau Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Björn Jónsson tenór og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari leiða þar saman hesta sína, en öll eru þau búsett og starfa erlendis. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög, dúettar og píanóverk eftir Grieg, Schumann og R. Strauss.

Þóra er afar reynd óperusöngkona og hefur sungið við óperur um víða veröld. Um þessar mundir syngur hún hluverk Pamínu í Töfraflautunni og Ílíu í Ídómeneó og hlutverk Kleópötru í óperunni Júlíus Sesar. Björn hefur sungið við Íslensku óperuna auk ópera í Svíþjóð, Ítalíu og Þýskalandi. Anna hefur komið fram sem píanóleikari í ýmsum löndum Evrópu og í Ameríku. Á Íslandi hefur hún leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og haldið einleikstónleika víða um land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×