Safnplata á leiðinni 31. júlí 2007 05:45 Sigur Rós á tónleikum í Ólafsvík í fyrra. Safnplata frá sveitinni er væntanleg 5. nóvember. mynd/kóó Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“ Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira