Frágangur - Megas og Senuþjófarnir Trausti Júlíusson skrifar 31. júlí 2007 08:00 Frágangur staðfestir enn einu sinni yfirburði Megasar í íslenskri poppsögu. Það er horft til baka í útsetningunum, hljómurinn er fínn og textar, lög og söngur Megasar eru framúrskarandi. Ein af bestu plötum Megasar. Fimm stjörnurFrágangur er fyrsta plata Megasar með nýju efni síðan Far þinn veg kom út árið 2001 ef frá er talin Megasukk platan Hús datt sem kom út fyrir tveimur árum. Megas hefur verið áberandi í útgáfu síðustu ára aðallega vegna endurútgáfu á fyrstu 13 plötunum hans og útgáfu á áður óútkomnu tónleikaefni, en nú er sem sagt loksins komin alvöru ný Megasarplata. Frágangur hefur að geyma 12 lög, tekin upp með Senuþjófunum sem eru í grunninn hljómsveitin Hjálmar (Sigurður Guðmundsson, Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson og Guðmundur Kristinn Jónsson) og Guðmundur Pétursson gítarleikari. Auk þeirra koma við sögu í einstaka lögum þau Sigríður Thorlacius söngkona, Vala Gestsdóttir víóluleikari, Maja Landin klarinettuleikari og Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari.Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður setur Frágang í spilarann er hvað það er margt sem minnir á meistaraverk Megasar frá áttunda áratugnum. Þegar betur er hlustað verður manni ljóst að þetta getur ekki verið tilviljun, – hljómurinn og útsetningarnar sækja mikið í Millilendingu, Fram og aftur blindgötuna og sérstaklega Á bleikum náttkjólum og sums staðar er beinlínis vísað í ákveðin lög. Kvenröddin í M-nótt minnir t.d. á Diddú í Útumholtoghólablús og trommuleikurinn í byrjun Freyjufárs minnir á Paradísarfuglinn. Útsetningarnar eru hljómfagrar og poppaðar, píanóið og orgelið eru áberandi. Hér er ekki verið að reyna að brjóta blað tónlistarlega eins og stundum áður (t.d. á Höfuðlausnum og Far þinn veg). Það er einfaldlega verið að setja þessi lög Megasar í poppbúning sem virkar. Án tilgerðar.Lagasmíðarnar á Frágangi eru allar skotheldar og textarnir eru skemmtilegri en þeir hafa verið hjá Megasi í nokkurn tíma. Það er greinilegt að margir þeirra eru nýlegir; – í M-nótt fer Megas á flug með Silvíu Nótt og Niður með náttúruna er innlegg í stóriðju- og virkjanaumræðuna. Það síðarnefnda sýnir að Megas kann enn þá að ögra þó að hann passi að hafa textann nógu opinn til þess að hann verði ekki nappaður fyrir einhverja óhæfu. Það er líka skemmtileg „dirty old man“ stemning yfir plötunni sem er hvergi skýrari en í laginu Gott er að elska. Þar snýr Megas rómantískri tryggðarást Bubba í laginu Það er gott að elska upp í andhverfu sína – skefjalaust lauslæti, og dundar sér við að hugsa upp ný og ný tilbrigði við stefið: „Sveitt að fara uppá seljur eins og þig/klassi að taka aftan kvensur eins og þig/það virkar svo kúl og eitthvað krassandi á mig/það er gott að láta totta gærur eins og þig“…Eitt af því sem skiptir miklu máli á Megasarplötum er söngurinn og eins og annað er hann frábær á Frágangi, t.d. í fyrrnefndu Gott er að elska, (Minnst tíu milljón) Flóabitanótt, Heill, M-nótt og Uppskeruhátíð. Það er unun að hlusta á það hvernig Megas skælir og teygir röddina til að ná hárréttum áherslum.Framtíðin verður að skera úr um það hvort einhver laganna á Frágangi verða klassísk og komast í úrval bestu laga Megasar. Mörg þeirra hafa alla burði til þess, t.d. Gott er að elska, Niður með náttúruna, Heill og Uppskeruhátíð. Karlinn er greinilega í miklum ham því að Frágangur er aðeins fyrri plata hans af tveimur sem væntanlegar eru á árinu.Á heildina litið er Frágangur frábær plata. Ein af bestu plötum Megasar. Textarnir eru kannski ekki eins jafngóðir og á hans fyrstu plötum og sumum kann að þykja farið full langt í að stæla gömlu Megasarplöturnar á stöku stað, en hvort tveggja eru smáatriði sem skemma ekki plötu sem sannar enn eina ferðina að Megas er yfirburðamaður í íslenskri poppsögu. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fimm stjörnurFrágangur er fyrsta plata Megasar með nýju efni síðan Far þinn veg kom út árið 2001 ef frá er talin Megasukk platan Hús datt sem kom út fyrir tveimur árum. Megas hefur verið áberandi í útgáfu síðustu ára aðallega vegna endurútgáfu á fyrstu 13 plötunum hans og útgáfu á áður óútkomnu tónleikaefni, en nú er sem sagt loksins komin alvöru ný Megasarplata. Frágangur hefur að geyma 12 lög, tekin upp með Senuþjófunum sem eru í grunninn hljómsveitin Hjálmar (Sigurður Guðmundsson, Nils Olof Törnqvist, Mikael Svensson og Guðmundur Kristinn Jónsson) og Guðmundur Pétursson gítarleikari. Auk þeirra koma við sögu í einstaka lögum þau Sigríður Thorlacius söngkona, Vala Gestsdóttir víóluleikari, Maja Landin klarinettuleikari og Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari.Það fyrsta sem maður tekur eftir þegar maður setur Frágang í spilarann er hvað það er margt sem minnir á meistaraverk Megasar frá áttunda áratugnum. Þegar betur er hlustað verður manni ljóst að þetta getur ekki verið tilviljun, – hljómurinn og útsetningarnar sækja mikið í Millilendingu, Fram og aftur blindgötuna og sérstaklega Á bleikum náttkjólum og sums staðar er beinlínis vísað í ákveðin lög. Kvenröddin í M-nótt minnir t.d. á Diddú í Útumholtoghólablús og trommuleikurinn í byrjun Freyjufárs minnir á Paradísarfuglinn. Útsetningarnar eru hljómfagrar og poppaðar, píanóið og orgelið eru áberandi. Hér er ekki verið að reyna að brjóta blað tónlistarlega eins og stundum áður (t.d. á Höfuðlausnum og Far þinn veg). Það er einfaldlega verið að setja þessi lög Megasar í poppbúning sem virkar. Án tilgerðar.Lagasmíðarnar á Frágangi eru allar skotheldar og textarnir eru skemmtilegri en þeir hafa verið hjá Megasi í nokkurn tíma. Það er greinilegt að margir þeirra eru nýlegir; – í M-nótt fer Megas á flug með Silvíu Nótt og Niður með náttúruna er innlegg í stóriðju- og virkjanaumræðuna. Það síðarnefnda sýnir að Megas kann enn þá að ögra þó að hann passi að hafa textann nógu opinn til þess að hann verði ekki nappaður fyrir einhverja óhæfu. Það er líka skemmtileg „dirty old man“ stemning yfir plötunni sem er hvergi skýrari en í laginu Gott er að elska. Þar snýr Megas rómantískri tryggðarást Bubba í laginu Það er gott að elska upp í andhverfu sína – skefjalaust lauslæti, og dundar sér við að hugsa upp ný og ný tilbrigði við stefið: „Sveitt að fara uppá seljur eins og þig/klassi að taka aftan kvensur eins og þig/það virkar svo kúl og eitthvað krassandi á mig/það er gott að láta totta gærur eins og þig“…Eitt af því sem skiptir miklu máli á Megasarplötum er söngurinn og eins og annað er hann frábær á Frágangi, t.d. í fyrrnefndu Gott er að elska, (Minnst tíu milljón) Flóabitanótt, Heill, M-nótt og Uppskeruhátíð. Það er unun að hlusta á það hvernig Megas skælir og teygir röddina til að ná hárréttum áherslum.Framtíðin verður að skera úr um það hvort einhver laganna á Frágangi verða klassísk og komast í úrval bestu laga Megasar. Mörg þeirra hafa alla burði til þess, t.d. Gott er að elska, Niður með náttúruna, Heill og Uppskeruhátíð. Karlinn er greinilega í miklum ham því að Frágangur er aðeins fyrri plata hans af tveimur sem væntanlegar eru á árinu.Á heildina litið er Frágangur frábær plata. Ein af bestu plötum Megasar. Textarnir eru kannski ekki eins jafngóðir og á hans fyrstu plötum og sumum kann að þykja farið full langt í að stæla gömlu Megasarplöturnar á stöku stað, en hvort tveggja eru smáatriði sem skemma ekki plötu sem sannar enn eina ferðina að Megas er yfirburðamaður í íslenskri poppsögu.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira