Rottweiler ráðast á eftirlitsþjóðfélagið 31. júlí 2007 04:45 Rottweilerhundarnir fengu fjölmarga vini og kunningja til að koma fram í myndbandi sem tekið var upp um helgina. Í takt við umfjöllunarefni, sem er eftirlitsþjóðfélagið, voru flestir með klúta yfir andlitinu eins og þeir væru glæpamenn. Ljósmynd/Magnús Már „Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“ Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira