Rottweiler ráðast á eftirlitsþjóðfélagið 31. júlí 2007 04:45 Rottweilerhundarnir fengu fjölmarga vini og kunningja til að koma fram í myndbandi sem tekið var upp um helgina. Í takt við umfjöllunarefni, sem er eftirlitsþjóðfélagið, voru flestir með klúta yfir andlitinu eins og þeir væru glæpamenn. Ljósmynd/Magnús Már „Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“ Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lagið snýst um þetta 1984-kjaftæði sem komið er upp í þessu þjóðfélagi, hvernig fylgst er með öllum eins og þeir séu glæpamenn,“ segir Erpur Þ. Eyvindarson, forsprakki rapphljómsveitarinnar XXX Rottweilerhunda. Erpur og félagar tóku um helgina upp myndband við fyrsta nýja lag sveitarinnar í nokkur ár. Lagið hefur ekki enn fengið nafn en Erpur segir boðskapinn skýran og textinn eigi eftir að verða sprengja inn í umræðuna. „Það er eins og allir Íslendingar séu þátttakendur í stórum raunveruleikaþætti. Munurinn er bara sá að enginn fær borgað. Ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu hvernig fylgst er með fólki, í gegnum netið, eftirlitsmyndavélar, kreditkort, símhleranir og fleira, og hvernig stjórnvöld og valdhafar nýta sér þetta. Þetta er mjög hart og flott lag,“ segir Erpur sem segir að stefnt sé að því að klára lagið nú í vikunni svo það verði komið í útvarpsspilun áður en hljómsveitin treður upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Erpur viðurkennir að íslenska rappbylgjan, sem náði hámarki fyrir um fimm árum, sé í rénun. „Ég ætlaði ekki að trúa því hvað allt var dautt þegar ég kom heim frá Svíþjóð. Við viljum þó meina að þeir hörðustu séu enn að. Það er bara búið að sía út liðið sem var eitthvað að djóka.“
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira