Tónlist

Ragga Gröndal snýr aftur

Ragnheiður spilar á Domo í kvöld ásamt hljómsveitinni Black Coffee.
Ragnheiður spilar á Domo í kvöld ásamt hljómsveitinni Black Coffee.

Tónlistarkonan Ragnheiður Gröndal, sem er komin heim eftir söng- og píanónám í Bandaríkjunum, heldur tónleika á Domo í kvöld ásamt hljómsveitinni Black Coffee. Sveitina skipa gítarleikararnir Ásgeir Ásgeirsson og Eðvarð Lárusson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og trommarinn Erik Quick.

Munu þau leika tónlist úr ýmsum áttum auk frumsaminna laga Ragnheiðar. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og er aðgangseyrir 1.000 krónur.



Þetta verða fyrstu tónleikar Ragnheiðar eftir heimkomuna, en eins og kom fram í viðtali í Fréttablaðinu fyrir skemmstu aflýsti hún nokkrum tónleikum til að jafna sig eftir mikla keyrslu í náminu í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×