Rignir niður plötum 1. ágúst 2007 01:30 Rapparinn Rigning heldur útgáfutónleika í kvöld. fréttablaðið/pjetur Tónlistarmaðurinn Rigning heldur útgáfutónleika á Barnum í kvöld í tilefni af útkomu sinnar fimmtu sólóplötu, Askja Pandóru. Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir síðan síðasta sólóplata kappans kom út, þannig að afköst hans eru í miklu hámarki um þessar mundir. „Þessi plata varð eiginlega til fyrir tilviljun. Þetta eru lög sem ég er búinn að vera að vinna síðustu ár en átti eftir að gefa út,“ segir Rigning, eða Jói eins og hann heitir réttu nafni. Askja Pandóru er önnur platan sem Rigning gefur út á íslensku. Hann segir það svipað að semja texta á íslensku og ensku. „Það er mismunandi eftir málefnum hvort ég syng á ensku eða íslensku. Það er mikið frjálsræði að geta flakkað á milli,“ segir hann. Rigning er með mörg járn í eldinum um þessar mundir því hann hyggur á útgáfu annarrar plötu með Birki úr Forgotten Lores eftir tvo mánuði auk þess sem hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust með hljómsveitinni Audio Improvement. Askja Pandóru, sem er gefin út í veglegum umbúðum, er ellefta platan sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins Triangle Productions. Á útgáfutónleikunum í kvöld koma einnig fram Beatmakin Troopa og Awful Truth, sem eru einnig á vegum Triangle Productions. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Rigning heldur útgáfutónleika á Barnum í kvöld í tilefni af útkomu sinnar fimmtu sólóplötu, Askja Pandóru. Aðeins nokkrir mánuðir eru liðnir síðan síðasta sólóplata kappans kom út, þannig að afköst hans eru í miklu hámarki um þessar mundir. „Þessi plata varð eiginlega til fyrir tilviljun. Þetta eru lög sem ég er búinn að vera að vinna síðustu ár en átti eftir að gefa út,“ segir Rigning, eða Jói eins og hann heitir réttu nafni. Askja Pandóru er önnur platan sem Rigning gefur út á íslensku. Hann segir það svipað að semja texta á íslensku og ensku. „Það er mismunandi eftir málefnum hvort ég syng á ensku eða íslensku. Það er mikið frjálsræði að geta flakkað á milli,“ segir hann. Rigning er með mörg járn í eldinum um þessar mundir því hann hyggur á útgáfu annarrar plötu með Birki úr Forgotten Lores eftir tvo mánuði auk þess sem hann kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust með hljómsveitinni Audio Improvement. Askja Pandóru, sem er gefin út í veglegum umbúðum, er ellefta platan sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins Triangle Productions. Á útgáfutónleikunum í kvöld koma einnig fram Beatmakin Troopa og Awful Truth, sem eru einnig á vegum Triangle Productions. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeypis.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira