Grand Theft Auto veldur vandræðum 8. ágúst 2007 08:00 Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins. Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins.
Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira