Astrópía - Tónlistin úr kvikmyndinni - þrjár stjörnur Trausti Júlíusson skrifar 9. ágúst 2007 07:45 Sprengjuhöllin, Motion Boys, Últra Mega Techno Bandið Stefán, FM Belfast, Pétur Ben, Stefán Hilmarsson og Wax eru á meðal þeirra sem halda uppi þessari ágætu kvikmyndasafnplötu. Svona er sumarið 2007Það er sitt lítið af hverju á Astrópíu-kvikmyndaplötunni. Nokkur ný popplög tekin upp sérstaklega fyrir plötuna, ný og nýleg lög af útkomnum eða væntanlegum plötum og kvikmyndatónlistin sjálf sem Þorvaldur Bjarni samdi og sem hljóðrituð var af Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu. Sá hluti er aftast á plötunni. Alls eru þetta tæpar 80 mínútur þannig að þetta er vel útilátinn pakki.Það eru nokkrar leiðir til að búa til sannfærandi bíómyndarplötu. Ein þeirra er að fá gott tónskáld til að búa til kvikmyndatónlist sem virkar jafnt í kvikmyndinni sem án hennar (dæmi: The Godfather eða Superfly). Önnur leið er að safna einfaldlega saman helling af flottum lögum (dæmi: Pulp Fiction). Astrópíu-platan reynir að fara báðar þessar leiðir.Kvikmyndatónlistin hans Þorvaldar Bjarna hljómar ágætlega, en hún gerir svo sem ekkert mjög mikið fyrir mann heima í stofu þó að maður geti ímyndað sér að hún virki vel í myndinni sjálfri. Frumsömdu popplögin sem eru líka flest eftir Þorvald Bjarna eru nokkuð misjöfn að gæðum. Best er titillagið sem Stefán Hilmarsson syngur. Nýja útgáfan af laginu Sumarást sem Helgi Björns og Ragnhildur Steinunn syngja er ágæt. Þetta er flott lag eftir Lee Hazelwood sem nú er nýfallinn frá. Ragnhildur hefur sæta rödd sem hæfir því vel.Það besta við Astrópíu-plötuna eru lögin sem voru ekki samin sérstaklega fyrir myndina. Þau eru mjög vel valin og bera plötuna uppi. Þarna eru nokkur af vinsælustu og bestu lögum sumarsins 2007 ¿ Hold Me Closer með Motion Boys, Last Dance Before An Execution með Lödu Sport, Story Of A Star með Últra Mega Techno Bandinu Stefán og hið frábæra Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Það er eitt af lögum ársins ¿ flottur söngur, frábær texti og grípandi melódía. Þarna eru líka fín lög með FM Belfast, Togga, Pétri Ben, Steina og hljómsveitinni Wax.Heildarsvipurinn er ekki sterkur, en það er samt alveg hægt að mæla með Astrópíu-plötunni sem ágætlega heppnaðri safnplötu með nýrri og nýlegri tónlist. Svona er sumarið 2007 ... Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Svona er sumarið 2007Það er sitt lítið af hverju á Astrópíu-kvikmyndaplötunni. Nokkur ný popplög tekin upp sérstaklega fyrir plötuna, ný og nýleg lög af útkomnum eða væntanlegum plötum og kvikmyndatónlistin sjálf sem Þorvaldur Bjarni samdi og sem hljóðrituð var af Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu. Sá hluti er aftast á plötunni. Alls eru þetta tæpar 80 mínútur þannig að þetta er vel útilátinn pakki.Það eru nokkrar leiðir til að búa til sannfærandi bíómyndarplötu. Ein þeirra er að fá gott tónskáld til að búa til kvikmyndatónlist sem virkar jafnt í kvikmyndinni sem án hennar (dæmi: The Godfather eða Superfly). Önnur leið er að safna einfaldlega saman helling af flottum lögum (dæmi: Pulp Fiction). Astrópíu-platan reynir að fara báðar þessar leiðir.Kvikmyndatónlistin hans Þorvaldar Bjarna hljómar ágætlega, en hún gerir svo sem ekkert mjög mikið fyrir mann heima í stofu þó að maður geti ímyndað sér að hún virki vel í myndinni sjálfri. Frumsömdu popplögin sem eru líka flest eftir Þorvald Bjarna eru nokkuð misjöfn að gæðum. Best er titillagið sem Stefán Hilmarsson syngur. Nýja útgáfan af laginu Sumarást sem Helgi Björns og Ragnhildur Steinunn syngja er ágæt. Þetta er flott lag eftir Lee Hazelwood sem nú er nýfallinn frá. Ragnhildur hefur sæta rödd sem hæfir því vel.Það besta við Astrópíu-plötuna eru lögin sem voru ekki samin sérstaklega fyrir myndina. Þau eru mjög vel valin og bera plötuna uppi. Þarna eru nokkur af vinsælustu og bestu lögum sumarsins 2007 ¿ Hold Me Closer með Motion Boys, Last Dance Before An Execution með Lödu Sport, Story Of A Star með Últra Mega Techno Bandinu Stefán og hið frábæra Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni. Það er eitt af lögum ársins ¿ flottur söngur, frábær texti og grípandi melódía. Þarna eru líka fín lög með FM Belfast, Togga, Pétri Ben, Steina og hljómsveitinni Wax.Heildarsvipurinn er ekki sterkur, en það er samt alveg hægt að mæla með Astrópíu-plötunni sem ágætlega heppnaðri safnplötu með nýrri og nýlegri tónlist. Svona er sumarið 2007 ...
Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira