Metnaðarfullt sjálfstraust 10. ágúst 2007 06:30 Sprengjuhöllin hefur lokið við eina viku í vinnslu á fyrstu plötu sinni en áætlar að nýta eina viku til viðbótar til þess að klára plötuna. Frá vinstri eru þeir Bergur Ebbi, Siggi, Georg Kári, Snorri og Atli. MYND/hörður Vinasveitirnar Hjaltalín og Sprengjuhöllin vinna nú um stundir að frumburðum sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson kíkti í heimsókn til sveitanna þar sem upptökur voru í fullum gangi. Hljómsveitirnar Hjaltalín og Sprengjuhöllin hafa vakið verðskuldaða athygli á árinu. Hvorug sveitin hefur starfað í langan tíma en tónlist þeirra virðist hitta í mark. „Við erum bara að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg." Sveitirnar tvær þekkjast vel innbyrðis og eru í fararbroddi ákveðinnar tónlistarsenu eða kynslóðar sem virðist vera að ryðja sér til rúms nú um stundir.Íslenskur perraskapurHin níu manna sveit Hjaltalín vinnur að nýrri plötu um þessar mundir og gerir ráð fyrir að hún komi út í október.Sprengjuhöllin hefur eytt um viku í Gróðurhúsinu, upptökuveri Valgeirs Sigurðssonar, og þegar ég kíkti í heimsókn á fjórða degi voru piltarnir búnir með alla grunna og mikið af söngnum. „Eins og þú kannski heyrir núna, þá erum við byrjaðir í einhverjum perraskap, setja inn tambúrínur, hægja á lögunum og svona," útskýrir Bergur Ebbi, einn meðlimur sveitarinnar.Sprengjuhöllin hefur undanfarið orðið íslenskari, ef svo mætti orða það. Meðan á viðtalinu stóð heyrði ég meðal annars í laginu Can't Dance en með íslenskum texta og heitir lagið nú Taktlaus. „Konseptið á bak við hljómsveitina var ekki fullþróað þegar við byrjuðum að semja eitthvað á ensku. Núna eru hins vegar öll lögin okkar á íslensku. Við erum ekkert að semja tónlist eingöngu til þess að fara til London að meika það þar, eins og reyndar margar íslenskar hljómsveitir gera. Ferðin endar samt ekki hérna," útskýra meðlimir Sprengjuhallarinnar í sólríkum garði í Breiðholtinu.Farið í aðra áttÍ pínulitlu risherbergi á Laugaveginum, í stúdíói Gunnars Tynes úr múm, segja Hjaltalínmennirnir Högni og Guðmundur Óskar frá þróunarferli sveitarinnar. Hjaltalín byrjaði sem eins konar stuðsveit í anda Spilverksins en hefur þróast út í framsækna kammerpoppsveit með óvenjulega hljóðfæraskipan. „Við vorum ekki nógu miklir poppsnillingar til þess að geta búið til eitthvað nýtt sánd. Við vildum því gera eitthvað meira kreatíft og fara í nýja átt." Hjaltalín hélt sig við hljóðfæri eins og fagott og klarínett í flestöllum lögum sveitarinnar og vildi hún þannig koma í veg fyrir að verða einhvers konar hljóðverssveit sem gæti aldrei spilað á tónleikum. Guðmundur Óskar segir að reyndar hafi aldrei verið neitt eiginlegt markmið að taka upp plötu en síðan hafi þeir fengið stuðning frá ýmsum mönnum. „Þegar maður finnur hjá fólki að það hefur drifkraft til þess að gera eitthvað en vantar trekt til að dæla öllu í gegn, þá finnst mér gaman að vera sú trekt," segir Gunnar, upptökustjóri nýju plötunnar. Enn ein gullöld?Af tóndæmunum sem ég fékk að heyra má jafnvel gera ráð fyrir enn einni gullöldinni í íslenskri tónlistarsögu. Metnaðurinn skín í gegn en Hjaltalín notar í einu lagi meðal annars um tuttugu manns. Lög Sprengjuhallarinnar hafa líka þróast og þroskast vel.Þótt tónlist sveitanna sé hvor af sínum meiði bera sveitirnar að mörgu leyti með sér keimlíkan tón sem felst aðallega í stuði, sjálfstrausti og trú á tónlistinni sem þær framreiða.Svo er bara að bíða og sjá hvernig almenningur tekur plötunum. Sveitirnar gera báðar ráð fyrir að frumburðirnir komi út í byrjun október, eða fyrir Airwaves-hátíðina. Sprengjuhöllin hefur nú gengið frá samningi við Senu um útgáfu plötunnar. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vinasveitirnar Hjaltalín og Sprengjuhöllin vinna nú um stundir að frumburðum sínum. Steinþór Helgi Arnsteinsson kíkti í heimsókn til sveitanna þar sem upptökur voru í fullum gangi. Hljómsveitirnar Hjaltalín og Sprengjuhöllin hafa vakið verðskuldaða athygli á árinu. Hvorug sveitin hefur starfað í langan tíma en tónlist þeirra virðist hitta í mark. „Við erum bara að gera tónlist sem okkur finnst skemmtileg." Sveitirnar tvær þekkjast vel innbyrðis og eru í fararbroddi ákveðinnar tónlistarsenu eða kynslóðar sem virðist vera að ryðja sér til rúms nú um stundir.Íslenskur perraskapurHin níu manna sveit Hjaltalín vinnur að nýrri plötu um þessar mundir og gerir ráð fyrir að hún komi út í október.Sprengjuhöllin hefur eytt um viku í Gróðurhúsinu, upptökuveri Valgeirs Sigurðssonar, og þegar ég kíkti í heimsókn á fjórða degi voru piltarnir búnir með alla grunna og mikið af söngnum. „Eins og þú kannski heyrir núna, þá erum við byrjaðir í einhverjum perraskap, setja inn tambúrínur, hægja á lögunum og svona," útskýrir Bergur Ebbi, einn meðlimur sveitarinnar.Sprengjuhöllin hefur undanfarið orðið íslenskari, ef svo mætti orða það. Meðan á viðtalinu stóð heyrði ég meðal annars í laginu Can't Dance en með íslenskum texta og heitir lagið nú Taktlaus. „Konseptið á bak við hljómsveitina var ekki fullþróað þegar við byrjuðum að semja eitthvað á ensku. Núna eru hins vegar öll lögin okkar á íslensku. Við erum ekkert að semja tónlist eingöngu til þess að fara til London að meika það þar, eins og reyndar margar íslenskar hljómsveitir gera. Ferðin endar samt ekki hérna," útskýra meðlimir Sprengjuhallarinnar í sólríkum garði í Breiðholtinu.Farið í aðra áttÍ pínulitlu risherbergi á Laugaveginum, í stúdíói Gunnars Tynes úr múm, segja Hjaltalínmennirnir Högni og Guðmundur Óskar frá þróunarferli sveitarinnar. Hjaltalín byrjaði sem eins konar stuðsveit í anda Spilverksins en hefur þróast út í framsækna kammerpoppsveit með óvenjulega hljóðfæraskipan. „Við vorum ekki nógu miklir poppsnillingar til þess að geta búið til eitthvað nýtt sánd. Við vildum því gera eitthvað meira kreatíft og fara í nýja átt." Hjaltalín hélt sig við hljóðfæri eins og fagott og klarínett í flestöllum lögum sveitarinnar og vildi hún þannig koma í veg fyrir að verða einhvers konar hljóðverssveit sem gæti aldrei spilað á tónleikum. Guðmundur Óskar segir að reyndar hafi aldrei verið neitt eiginlegt markmið að taka upp plötu en síðan hafi þeir fengið stuðning frá ýmsum mönnum. „Þegar maður finnur hjá fólki að það hefur drifkraft til þess að gera eitthvað en vantar trekt til að dæla öllu í gegn, þá finnst mér gaman að vera sú trekt," segir Gunnar, upptökustjóri nýju plötunnar. Enn ein gullöld?Af tóndæmunum sem ég fékk að heyra má jafnvel gera ráð fyrir enn einni gullöldinni í íslenskri tónlistarsögu. Metnaðurinn skín í gegn en Hjaltalín notar í einu lagi meðal annars um tuttugu manns. Lög Sprengjuhallarinnar hafa líka þróast og þroskast vel.Þótt tónlist sveitanna sé hvor af sínum meiði bera sveitirnar að mörgu leyti með sér keimlíkan tón sem felst aðallega í stuði, sjálfstrausti og trú á tónlistinni sem þær framreiða.Svo er bara að bíða og sjá hvernig almenningur tekur plötunum. Sveitirnar gera báðar ráð fyrir að frumburðirnir komi út í byrjun október, eða fyrir Airwaves-hátíðina. Sprengjuhöllin hefur nú gengið frá samningi við Senu um útgáfu plötunnar.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira