Ástir í enska boltanum 10. ágúst 2007 05:00 Leiklist Átakasamur heimur ensku knattspyrnunnar er krufinn í Heteróhetjum. Það hefur verið dauflegt yfir leiksviðum landsmanna síðustu vikur. Engar sumarsýningar eru í gangi á stærri sviðum landsins og smærri hópar hafa hægt um sig. Gegn þessari deyfð rísa hinir ungu og efnilegu. Það eru nemendur af öðru og þriðja ári leiklistardeildar Listaháskólans sem hóa saman í frumsýningu á nýju íslensku leikverki sem helgað er hinum heillandi heimi knattspyrnunnar ensku. Er það tímabært nú þegar enski boltinn hvolfist yfir þjóðina eftir dýru óléttuherferðina á sjónvarpsskjáum og víðar. Verkið heitir Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole og er tragikómísk leiksýning sem gerist í heimi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er dularfull barmey á VIP-svæði skemmtistaðar í London sem leiðir okkur inn í heim hinna ríku og frægu. Þar verðum við vitni að upphafi ástarsambands knattspyrnumannanna Ashleys Cole og Williams Gallas, sem og þróun þess. Í verkinu er tekið á hlutum eins og ástinni, samböndum karlmanna, frægðardýrkun og baráttunni við það að fá að vera maður sjálfur án þess að eiga á hættu að það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Inn í þetta blandast ýmsar stórstjörnur enska boltans eins og Thierry Henry, Frank Lampard og José Mourinho. Einnig Girls Aloud, Paris Hilton, Pete Doherty og Kate Moss, ásamt fleiri góðkunningjum lesenda slúðurdálka íslensku pressunnar. Segja aðstandendur verkið vera sýningu fyrir alla sem hafa áhuga á sögum af frægu sem og ekki frægu fólki og vilja láta skemmta sér í dágóða stund en vara við að hún inniheldur kynferðislegt efni og gróft orðbragð. Aðstandendur sýningarinnar eru nemar á 2. og 3. ári við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, ásamt því að fá dygga aðstoð frá þremur ungum piltum úr Stúdentaleikhúsinu. Í aðalhlutverkum eru Hilmir Jensson sem Ashley Cole, Hilmar Guðjónsson sem leikur William Gallas, Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem barmeyin og Guðmundur Kristinn Oddsson sem José Mourinho. Sýningar eru í Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13. Næstu sýningar verða 10. ágúst kl. 20 og 22 (Powersýning), 11. ágúst kl. 20 og 13. ágúst kl 20. Höfundur og leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. Áhugasömum er bent á vefsíðuna http://www.myspace.com/heterohetjur. Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það hefur verið dauflegt yfir leiksviðum landsmanna síðustu vikur. Engar sumarsýningar eru í gangi á stærri sviðum landsins og smærri hópar hafa hægt um sig. Gegn þessari deyfð rísa hinir ungu og efnilegu. Það eru nemendur af öðru og þriðja ári leiklistardeildar Listaháskólans sem hóa saman í frumsýningu á nýju íslensku leikverki sem helgað er hinum heillandi heimi knattspyrnunnar ensku. Er það tímabært nú þegar enski boltinn hvolfist yfir þjóðina eftir dýru óléttuherferðina á sjónvarpsskjáum og víðar. Verkið heitir Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole og er tragikómísk leiksýning sem gerist í heimi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er dularfull barmey á VIP-svæði skemmtistaðar í London sem leiðir okkur inn í heim hinna ríku og frægu. Þar verðum við vitni að upphafi ástarsambands knattspyrnumannanna Ashleys Cole og Williams Gallas, sem og þróun þess. Í verkinu er tekið á hlutum eins og ástinni, samböndum karlmanna, frægðardýrkun og baráttunni við það að fá að vera maður sjálfur án þess að eiga á hættu að það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Inn í þetta blandast ýmsar stórstjörnur enska boltans eins og Thierry Henry, Frank Lampard og José Mourinho. Einnig Girls Aloud, Paris Hilton, Pete Doherty og Kate Moss, ásamt fleiri góðkunningjum lesenda slúðurdálka íslensku pressunnar. Segja aðstandendur verkið vera sýningu fyrir alla sem hafa áhuga á sögum af frægu sem og ekki frægu fólki og vilja láta skemmta sér í dágóða stund en vara við að hún inniheldur kynferðislegt efni og gróft orðbragð. Aðstandendur sýningarinnar eru nemar á 2. og 3. ári við leiklistardeild Listaháskóla Íslands, ásamt því að fá dygga aðstoð frá þremur ungum piltum úr Stúdentaleikhúsinu. Í aðalhlutverkum eru Hilmir Jensson sem Ashley Cole, Hilmar Guðjónsson sem leikur William Gallas, Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem barmeyin og Guðmundur Kristinn Oddsson sem José Mourinho. Sýningar eru í Smiðjunni á Sölvhólsgötu 13. Næstu sýningar verða 10. ágúst kl. 20 og 22 (Powersýning), 11. ágúst kl. 20 og 13. ágúst kl 20. Höfundur og leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. Áhugasömum er bent á vefsíðuna http://www.myspace.com/heterohetjur.
Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira