Valskonur flugu á toppinn 19. ágúst 2007 00:01 Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir skorar hér úr vítaspyrnu, eitt af sex mörkum sínum í gær. MYND/Hilmar Bragi Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira