Frumsamið R&B á Gauknum 23. ágúst 2007 07:00 R&B-hljómsveitin Soul 7 æfir sig fyrir tónleikana á Gauki á Stöng í kvöld. MYND/Hörður Hljómsveitin Soul 7 heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Leikin verða frumsamin lög eftir söngkonuna Katrínu Ýr Óskarsdóttur og Katherine Dawes, samnemanda Katrínar í tónlistarskóla í London. Einnig verða leikin þekkt R&B lög með blús-, fönk- og gospelívafi. „Ég og gítar- og bassaleikarinn vorum saman í hljómsveit og vorum búin að spila saman í tvö til þrjú ár. Við ákváðum bara að gera eitthvað stærra,“ segir Katrín, sem fer aftur í nám í London eftir þrjár vikur ásamt gítarleikaranum Jónasi Elí Bjarnasyni. „Við erum búin að spila mikið síðasta árið og erum öll tónlistarfólk. Okkur langaði til að gera eitthvað almennilegt áður en við færum út.“ Aðrir meðlimir Soul 7 eru Davíð Jones á bassa, Helgi Hannesson á hljómborð, Símon Geir Geirsson ber húðirnar og Inga Þyri Þórðardóttir og Kjartan Arnald Hlöðversson syngja bakraddir. Alan Jones kemur fram sem gestasöngvari á tónleikunum og einnig spilar Jason Harden á saxófón auk gestarappara. Á síðunni www.myspace.com/katrinyr má finna eitt af lögunum sem frumflutt verða á tónleikunum, Why’d you lie?, sem er eftir Katrínu Ýr. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Soul 7 heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Leikin verða frumsamin lög eftir söngkonuna Katrínu Ýr Óskarsdóttur og Katherine Dawes, samnemanda Katrínar í tónlistarskóla í London. Einnig verða leikin þekkt R&B lög með blús-, fönk- og gospelívafi. „Ég og gítar- og bassaleikarinn vorum saman í hljómsveit og vorum búin að spila saman í tvö til þrjú ár. Við ákváðum bara að gera eitthvað stærra,“ segir Katrín, sem fer aftur í nám í London eftir þrjár vikur ásamt gítarleikaranum Jónasi Elí Bjarnasyni. „Við erum búin að spila mikið síðasta árið og erum öll tónlistarfólk. Okkur langaði til að gera eitthvað almennilegt áður en við færum út.“ Aðrir meðlimir Soul 7 eru Davíð Jones á bassa, Helgi Hannesson á hljómborð, Símon Geir Geirsson ber húðirnar og Inga Þyri Þórðardóttir og Kjartan Arnald Hlöðversson syngja bakraddir. Alan Jones kemur fram sem gestasöngvari á tónleikunum og einnig spilar Jason Harden á saxófón auk gestarappara. Á síðunni www.myspace.com/katrinyr má finna eitt af lögunum sem frumflutt verða á tónleikunum, Why’d you lie?, sem er eftir Katrínu Ýr.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira