Vinjettusafnið stækkar enn 2. september 2007 14:00 Ármann Reynisson hefur sent frá sér bókina Vinjettur VII, en vinjettur hans hafa nú verið þýddar á þýsku og esperantó. heiða Rithöfundurinn Ármann Reynisson hefur sent frá sér sjöundu vinjettubók sína, sem heitir einfaldlega Vinjettur VII. Vinjettur Ármanns hafa áður verið gefnar út í Þýskalandi. Nú hefur Esperantófélagið á Íslandi fengið heimild höfundarins til að þýða þær yfir á esperantó og birta í tímariti sínu, sem er með áskrifendur í 40 löndum. Vinjettur eru örsögur, og því er af mörgu að taka í nýju bókinni. Ferð Ármanns til Grænlands í fyrrasumar gat af sér nokkrar stemningarsögur, auk þess sem hann svokallaðar portretsögur um Baróninn á Hvítárvöllum, Báru bleiku Sigurjónsdóttur og Jón Magnússon útgerðamann í Odda á Patreksfirði. Ármann hefur janframt skrifað nokkrar sögur um Pourquoi pas? sjóslysið mikla við Mýrar í Borgarfirði árið 1936. Hann skyggnist handan raunveruleikans í sögum um drauma, hugskeyti og tvífara, og skrifar þrjár sögur af kynferðislegri misnotkun og afleiðingar hennar. Í bókinni er þó einnig að finna sögur af léttara taginu, eins og vinjettuna Ljósastaura. Ármann sendi í fyrra frá sér vinjettutengdan varning, svo sem vinjettukaffi, konfekt og silfur mokka- og desertskeiðar. Vörurnar seldust upp, en koma nú aftur á markaðinn ásamt nýjum kaffibollum og konfektskál eftir Ragnheiði Ásgeirsdóttur hönnuð og leirlistakonu. Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Rithöfundurinn Ármann Reynisson hefur sent frá sér sjöundu vinjettubók sína, sem heitir einfaldlega Vinjettur VII. Vinjettur Ármanns hafa áður verið gefnar út í Þýskalandi. Nú hefur Esperantófélagið á Íslandi fengið heimild höfundarins til að þýða þær yfir á esperantó og birta í tímariti sínu, sem er með áskrifendur í 40 löndum. Vinjettur eru örsögur, og því er af mörgu að taka í nýju bókinni. Ferð Ármanns til Grænlands í fyrrasumar gat af sér nokkrar stemningarsögur, auk þess sem hann svokallaðar portretsögur um Baróninn á Hvítárvöllum, Báru bleiku Sigurjónsdóttur og Jón Magnússon útgerðamann í Odda á Patreksfirði. Ármann hefur janframt skrifað nokkrar sögur um Pourquoi pas? sjóslysið mikla við Mýrar í Borgarfirði árið 1936. Hann skyggnist handan raunveruleikans í sögum um drauma, hugskeyti og tvífara, og skrifar þrjár sögur af kynferðislegri misnotkun og afleiðingar hennar. Í bókinni er þó einnig að finna sögur af léttara taginu, eins og vinjettuna Ljósastaura. Ármann sendi í fyrra frá sér vinjettutengdan varning, svo sem vinjettukaffi, konfekt og silfur mokka- og desertskeiðar. Vörurnar seldust upp, en koma nú aftur á markaðinn ásamt nýjum kaffibollum og konfektskál eftir Ragnheiði Ásgeirsdóttur hönnuð og leirlistakonu.
Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira