Banksy staðinn að verki? 6. nóvember 2007 06:00 Er þetta Banksy? Vegfarandi tók þessa mynd á símann sinn. Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira