Tónlist

Samstarf á netinu gerir útgáfuna mögulega

Alles Wieder Offen. Nýjasta plata þýsku framúrstefnusveitarinnar Einstürzende Neubauten. Sveitin hélt hér hljómleika árið 1986 í Roxzý við Skúlagötu í Reykjavík. SH Draumur hitaði upp.
Alles Wieder Offen. Nýjasta plata þýsku framúrstefnusveitarinnar Einstürzende Neubauten. Sveitin hélt hér hljómleika árið 1986 í Roxzý við Skúlagötu í Reykjavík. SH Draumur hitaði upp.
Einstürzende Neubauten tók á tvö hundruð dögum upp nýja plötu í eigin hljóðveri. Útgáfan er fjármögnuð með sölu áskrifta að vefsvæði hljómsveitarinnar www.neubauten.org. Þar komast áskrifendur í margvíslegt efni og upptökur sem ekki fara í almenna dreifingu. Nýja platan, sem heitir Alles wieder offen, kom út rétt fyrir mánaðamótin síðustu.

Blixa Bargeld, forkólfur sveitarinnar, gengur svo langt að segja frekari tónlistarútgáfu hljómsveitar­innar háða því að haldið verði uppteknum hætti með samstarfi við aðdáendur. Síðast gaf sveitin út plötu með hefðbundnum hætti árið 2004, en í millitíðinni hafa ótal hliðarverkefni litið dagsins ljós.

„Þrátt fyrir að vera gefandi í sjálfu sér og styðja við sköpunarferli Alles wieder offen eru þessu verkefni fyrst og fremst hliðarafurð byltingarkenndrar hugmyndar, sem er veftónleikar okkar á www.neubauten.org. Alles wieder offen er gefin út án nokkurrar aðkomu plötufyrirtækis. Upptökurnar voru fjármagnaðar með sölu áskrifta að www.neubauten.org en áskrifendur fá í staðinn sérstaka styrktarútgáfu (Supporter Edition) af hljómplötunni, ýmist með eða án DVD-disks eftir því hvaða áskriftar­leið hefur verið valin. Án áskriftarstuðningsins væri Alles wieder offen ekki til,“ segir Blixa á neubauten-vefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×