Bandaríska indísveitin Blonde Redhead hefur boðað komu sína á Rokkhátið alþýðunnar eða Aldrei fór ég suður á Ísafirði í vor.
Blode Redhead kemur frá New York og er skipuð þeim Kazu Makino, Amadeo Pace, og Simone Pace, en þeir síðastnefndu eru tvíburabræður. Tónlist þeirra hefur notið vinsældar sem í neðanjarðartónlistargeiranum ytra.
Aldrei fór ég suður verður haldin þann 7. apríl á Ísafirði.
Hægt er að hlusta á tóndæmi á Myspace.
Það var fréttavefur BB sem greindi frá þessu í morgun.