10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni 18. janúar 2007 13:15 Of mikið vatn getur valdið dauða. Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva. Erlent Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð. Keppnin fólst í því að fólk átti að drekka eins mikið vatn og það gæti, án þess að fara á klósettið. Einn keppendanna var Jennifer Strange, 28 ára gömul þriggja barna móðir. Hún mun hafa verið búin að drekka sex og hálfan lítra, að minnsta kosti, þegar hún fékk mikinn höfuðverk og hætti keppni. Hún fannst látin heima hjá sér síðar um daginn. Banamein hennar reyndist vatnseitrun. Á fyrrnefndri upptöku má heyra að hlustandi hringdi í útvarpsstöðina og varaði við því að of mikil vatnsdrykkja gæti verið lífshættuleg. Einn þáttastjórnandinn segir að þeir viti það, og annar grínast með yfirlýsingu sem fólkið undirritaði, sem firrti stöðina ábyrgð. Verðlaunin í keppninni voru Nintendo leikjatölva.
Erlent Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira