Á morgun, laugardaginn 3. febrúar klukkan 15:00, opnar sýning Eyglóar Harðardóttur í Ásmundarsal og Gryfjunni í Listasfani ASÍ. Ber sýningin heitið Leiðsla.
Á sýningunni má sjá skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk sem öll eru unnin með Ásmundarsal og Gryfjuna í huga. Verkin eru unnin á vinnustofum í Tékklandi, Tyrklandi og á Íslandi.
Sýningin stendur til 25. febrúar og er aðgangur ókeypis.