Bankauppreisn, öskudagur, dýr íbúðarlán, Eyðimörk 21. febrúar 2007 20:45 Það er víðar en á Íslandi að bankar eru umdeildir, gróði þeirra, græðgi og feikleg umsvif. Dagblaðið The Independent slær upp á forsíðu sinni uppreisn gegn bönkunum í Bretlandi og álögum þeirra á viðskiptavini. Fyrir nokkrum dögum skilaði einn stærsti banki Bretlands, Barkleys, mesta gróða í sögu breskra fjármálafyrirtækja - 7 billjónum punda. Í dag gerist það hér heima að Alþýðusamband Íslands gagnrýnir laun bankastjórnenda hjá Glitni. Í árskýrslu bankans kemur fram að laun sex stjórnenda hjá bankanum hafi hækkað milli ára úr 224 milljónum í 460 milljónir. Laun Bjarna Ármannssonar, forstjóra bankans, hækkuðu úr 80 milljónum í 140 milljónir. Bankarnir eru orðinir ríki í ríkinu. Starfsemi þeirra teygir sig út í alla anga þjóðfélagsins, inn á hvert heimili og fyrirtæki. Þeir geta nánast skammtað sér tekjur. Hlutur bankanna í úrvalsvísitölunni er um 75 prósent. Þessi ofvöxtur hefur gerst á fáum árum - og getur alls ekki talist eðlilegur. --- --- --- Ég fór í eitt útibúa Glitnis í dag. Þar er indælt starfsfólk og fín þjónusta. Ég er viss um að þessir starfsmenn eru ekki ofsælir af laununum sínum. Þeir eru ekki fat cats. Það var öskudagur. Hópar af börnum hröktust um bæinn í rokinu leit að sælgæti. En í Glitni höfðu þeir tekið upp á því að bjóða börnunum epli. Það mæltist misjafnlega vel fyrir. Mér skilst að eitt barnið hafi sagt: "Eruð þið ekki búin að græða nógu mikið til að geta gefið okkur sælgæti?" --- --- --- Sá glöggi blaðamaður Páll Vilhjálmsson er með ágætt innlegg í umræðuna um bankaokrið á vef sínum. Páll skrifar undir yfirskriftinni Meira en 300 prósenta munur á vöxtum íbúðarlána í Noregi og á Íslandi. Þarna segir:"Íbúðarlán íslensku bankanna eru 4,95 - 5 prósent og eru verðtryggð. Norskir bankar bjóða íbúðarlán á bilinu 3,38 - 3,52 prósent og þar er engin verðtrygging. Að frádeginni verðbólgu, sem var 2,2 prósent í Noregi í fyrra, bera lánin innan við 1,5 prósent raunvexti. Norskir bankar geta stundað viðskipti með 1,5 prósent raunvexti en íslensku bankarnir þurfa 4,95 - 5 prósent raunvexti til að sinna sömu þjónustu. Sagt með örðum orðum: Það er meira en 300 prósent munur á vöxtum á íbúðarlánum hér á landi og í Noregi. Maður hrekkur í kút af minna tilefni. Sjá hér umfjöllun um húsnæðislán norskra banka. Sjá hér verðbólgutölur í Noregi. Sjá hér...nei, ég er ekkert að gefa upp vefslóðina hjá ræningjunum, þið kunnið þær." --- --- --- Kári fór í Heiðmörk um helgina. Bara að ganga sér til heilsubótar með frænku sinni. Er ekki í frásögur færandi nema að barnið virtist ekki geta lært að kalla þetta Heiðmörk. Kallaði það alltaf Eyðimörk. Ég átta mig ekki á því hvort hann þekkir eitthvað til Gunnars Birgissonar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun
Það er víðar en á Íslandi að bankar eru umdeildir, gróði þeirra, græðgi og feikleg umsvif. Dagblaðið The Independent slær upp á forsíðu sinni uppreisn gegn bönkunum í Bretlandi og álögum þeirra á viðskiptavini. Fyrir nokkrum dögum skilaði einn stærsti banki Bretlands, Barkleys, mesta gróða í sögu breskra fjármálafyrirtækja - 7 billjónum punda. Í dag gerist það hér heima að Alþýðusamband Íslands gagnrýnir laun bankastjórnenda hjá Glitni. Í árskýrslu bankans kemur fram að laun sex stjórnenda hjá bankanum hafi hækkað milli ára úr 224 milljónum í 460 milljónir. Laun Bjarna Ármannssonar, forstjóra bankans, hækkuðu úr 80 milljónum í 140 milljónir. Bankarnir eru orðinir ríki í ríkinu. Starfsemi þeirra teygir sig út í alla anga þjóðfélagsins, inn á hvert heimili og fyrirtæki. Þeir geta nánast skammtað sér tekjur. Hlutur bankanna í úrvalsvísitölunni er um 75 prósent. Þessi ofvöxtur hefur gerst á fáum árum - og getur alls ekki talist eðlilegur. --- --- --- Ég fór í eitt útibúa Glitnis í dag. Þar er indælt starfsfólk og fín þjónusta. Ég er viss um að þessir starfsmenn eru ekki ofsælir af laununum sínum. Þeir eru ekki fat cats. Það var öskudagur. Hópar af börnum hröktust um bæinn í rokinu leit að sælgæti. En í Glitni höfðu þeir tekið upp á því að bjóða börnunum epli. Það mæltist misjafnlega vel fyrir. Mér skilst að eitt barnið hafi sagt: "Eruð þið ekki búin að græða nógu mikið til að geta gefið okkur sælgæti?" --- --- --- Sá glöggi blaðamaður Páll Vilhjálmsson er með ágætt innlegg í umræðuna um bankaokrið á vef sínum. Páll skrifar undir yfirskriftinni Meira en 300 prósenta munur á vöxtum íbúðarlána í Noregi og á Íslandi. Þarna segir:"Íbúðarlán íslensku bankanna eru 4,95 - 5 prósent og eru verðtryggð. Norskir bankar bjóða íbúðarlán á bilinu 3,38 - 3,52 prósent og þar er engin verðtrygging. Að frádeginni verðbólgu, sem var 2,2 prósent í Noregi í fyrra, bera lánin innan við 1,5 prósent raunvexti. Norskir bankar geta stundað viðskipti með 1,5 prósent raunvexti en íslensku bankarnir þurfa 4,95 - 5 prósent raunvexti til að sinna sömu þjónustu. Sagt með örðum orðum: Það er meira en 300 prósent munur á vöxtum á íbúðarlánum hér á landi og í Noregi. Maður hrekkur í kút af minna tilefni. Sjá hér umfjöllun um húsnæðislán norskra banka. Sjá hér verðbólgutölur í Noregi. Sjá hér...nei, ég er ekkert að gefa upp vefslóðina hjá ræningjunum, þið kunnið þær." --- --- --- Kári fór í Heiðmörk um helgina. Bara að ganga sér til heilsubótar með frænku sinni. Er ekki í frásögur færandi nema að barnið virtist ekki geta lært að kalla þetta Heiðmörk. Kallaði það alltaf Eyðimörk. Ég átta mig ekki á því hvort hann þekkir eitthvað til Gunnars Birgissonar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun