Stefán og Hannes í Silfrinu 23. febrúar 2007 13:33 Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun
Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi.