Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist 16. mars 2007 00:01 Þessa dagana vinnur starfsfólk Latabæjar að því hörðum höndum að ljúka eftirvinnslu á nýrri þáttaröð um lífið í Latabæ en aðdáendur þáttanna geta nú barið þá augum í alls 106 löndum víða um heim. MYND/Vísir Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira