Máni tilnefndur til Emmyverðlauna fyrir Latabæjartónlist 16. mars 2007 00:01 Þessa dagana vinnur starfsfólk Latabæjar að því hörðum höndum að ljúka eftirvinnslu á nýrri þáttaröð um lífið í Latabæ en aðdáendur þáttanna geta nú barið þá augum í alls 106 löndum víða um heim. MYND/Vísir Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á dögunum tilkynnti Bandaríska sjónvarpsakademían (National Academy of Television Arts & Sciences) um tilnefningar til 34th Annual Daytime Entertainment Emmy® Awards. Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í þáttunum um Latabæ, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru fyrir tónlistarstjórnun og tónverk (Outstanding Achievement in Music Direction and Composition). Þetta er fyrsta tilnefning Mána til Emmy-verðlauna og jafnframt fyrsta tilnefning íslensks tónlistarmanns til verðlaunanna en á meðal annarra tilnefndra í sama flokki eru höfundar og stjórnendur tónlistarinnar í þáttunum Sesamy Street og Bratz. Aðspurður sagði Máni þetta mikinn heiður. "Þetta er auðvitað mikill heiður og ótrúlega gaman að fá þessa tilnefningu. Ekki er það síður ánægjulegt að fá staðfestingu á því að tónlistin sé að ná eyrum svo margra en það sýnir enn og aftur að við í Latabæ erum á réttri leið." Í byrjun febrúar síðast liðnum var tilkynnt um tilnefningar til sérstakra Emmy-verðlauna fyrir barnaefni (Children's Programming Emmy Awards) en þar eru Magnús Scheving og Jonathan Judge tilnefndir fyrir leikstjórn á barnaefni. Latibær er því tilnefndur til tveggja Emmy-verðlauna í ár. Verðlaunin fyrir báðar tilnefningarnar verða veitt við hátíðlega athöfn í Kodak-leikhúsinu í Hollywood þann 15. júní en CBS sjónvarpsstöðin mun sýna beint frá hátíðinni. Latabæjarlag eftir Mána, Bing Bang (Time to Dance), fór beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. í desember s.l. Íslenskt lag hafði ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira