Tónlist

Vaknaðu

Björk frumflytur efni af nýrri plötu sinni,  Volta.
Björk frumflytur efni af nýrri plötu sinni, Volta.

Örfáir miðar eru eftir á styrktartónleika gegn átröskun sem fram fara á Nasa 1. apríl. Miðasala hefur farið ótrúlega vel af stað og stefnir allt í að uppselt verði í þessari viku. Björk - Mugison - Lay Low - Pétur Ben - KK - Magga Stína - Wulfgang - Esja koma fram á tónleikunum.

Þetta verður kvöld sem mun aldrei gleymast segja forráða menn Forma, en Björk Guðmundsdóttir mun frumflytja efni af nýju plötu sinni "Volta" sem verður gefin út þann 7. maí næstkomandi. Einnig mun Mugison frumflytja efni af sinni væntanlegri plötu, en ekki er enn komin dagsetning á hana.

Á tónleikunum munu ráðamenn lesa uppúr dagbókum átröskunarsjúklinga. Heilbrigðisráðherra, Menntamálaráðherra, Borgarstjóri, Landlæknir, Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingarinnar og Kolbrún Halldórsdóttir frá Vinstri Grænum munu koma fram og lesa ótrúlegar lýsingar upp úr dagbókum átröskunarsjúklinga og þannig gefa gestum tækifæri á að skyggnast inní hugarheim átröskunarsjúklings.

www.forma.go.is - http://www.myspace.com/formasamtok






Fleiri fréttir

Sjá meira


×