Óbundnir til kosninga 27. mars 2007 12:18 Nú er að koma sá tími að kjósendur vita ekki neitt lengur. Við göngum að kjörborði eftir einn og hálfan mánuð. En við vitum ekkert hvaða ríkisstjórn kemur upp úr kössunum. Getum í raun haft takmörkuð áhrif á það. Allir flokkanir ganga óbundnir til kosninga eins og það heitir í máli þeirra. Undanfarin ár virðist þetta hafa þýtt að það er búið að semja um ríkisstjórn fyrir kosningar - án þess að kjósendur viti af því. Ekki getur slíkt leynimakk talist ýkja lýðræðislegt. Þannig hefur verið upplýst að Björn Bjarnason og Guðmundur Bjarnason hafi átt með sér fundi um stjórnarmyndun áður en ríkisstjórnin 1995 var mynduð - meðan ennþá sat stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Einnig hefur komið fram að Eiríkur Tómasson lögfræðingur hafi haft milligöngu um myndun stjórnarinnar þessarar rikisstjórnar. Má spyrja: Hver kaus Eirík til að taka að sér þetta hlutverk? Ég man ekki til þess að kjósendur hafi beðið hann um það. Svo má telja áfram. Heimildir herma að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi verið búnir að semja um áframhaldandi stjórnarsamstarf tuttugu dögum fyrir síðustu kosningar. Allt var gert til að útiloka Samfylkinguna sem þó vann álitlegan kosningasigur. Ekki var kjósendum samt greint frá þessu samkomulag - frekar en þeim kæmi það ekki við. Það var hlegið að Össuri þegar hann hafði samband við Halldór daginn eftir kosningarnar og vildi mynda með honum ríkisstjórn. Á sama hátt virðast Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson hafa verið í sambandi fyrir kosningarnar 1991. Það tók þá furðuskjótan tíma að mynda Viðeyjarstjórnina. En hefði það kannski haft áhrif á fylgi Alþýðuflokksins ef hefði verið greint opinberlega frá þessum viðræðum? Það verður að teljast mjög sennilegt. Nú hafa gengið sögur um fund Steingríms J. Sigfússonar og Geirs H. Haarde. Ég heyrði ávæning af því núna um helgina að hann hefði átt sér stað. Vinstri græn neita þó. Áður hafa birst fréttir um þreifingar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Alveg burtséð frá því hvað er satt í þessu er kjarni málsins sá að við vitum ekki hvað er að gerast bak við tjöldin. Er verið að mynda ríkisstjórn án þess að kjósendur hafi nokkurn pata af því? Allmikil hefð virðist vera komin á slíkt háttarlag í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir vilja ekki láta stinga undan sér stuttu fyrir kjördag. Það er skrítið lýðræði. Væri ekki nær að flokkarnir gæfu út með skýrum hætti með hverjum þeir hyggjast starfa eftir kosningar - og stæðu svo og féllu með þeirri yfirlýsingu? Það er aðferð sem hefur tíðkast á Norðurlöndunum. Annars erum við með kerfi sem er á þann veginn sem Guðmundur Andri Thorsson lýsti fyrir nokkrum árum - það er sama hvað maður kýs, einhvern veginn er maður alltaf að greiða Finni Ingólfssyni atkvæði. Stjórnarmyndun á að fara fram fyrir opnum tjöldum - í allra augnsýn. Hún á ekki að vera refskák eða leynimakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Nú er að koma sá tími að kjósendur vita ekki neitt lengur. Við göngum að kjörborði eftir einn og hálfan mánuð. En við vitum ekkert hvaða ríkisstjórn kemur upp úr kössunum. Getum í raun haft takmörkuð áhrif á það. Allir flokkanir ganga óbundnir til kosninga eins og það heitir í máli þeirra. Undanfarin ár virðist þetta hafa þýtt að það er búið að semja um ríkisstjórn fyrir kosningar - án þess að kjósendur viti af því. Ekki getur slíkt leynimakk talist ýkja lýðræðislegt. Þannig hefur verið upplýst að Björn Bjarnason og Guðmundur Bjarnason hafi átt með sér fundi um stjórnarmyndun áður en ríkisstjórnin 1995 var mynduð - meðan ennþá sat stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Einnig hefur komið fram að Eiríkur Tómasson lögfræðingur hafi haft milligöngu um myndun stjórnarinnar þessarar rikisstjórnar. Má spyrja: Hver kaus Eirík til að taka að sér þetta hlutverk? Ég man ekki til þess að kjósendur hafi beðið hann um það. Svo má telja áfram. Heimildir herma að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafi verið búnir að semja um áframhaldandi stjórnarsamstarf tuttugu dögum fyrir síðustu kosningar. Allt var gert til að útiloka Samfylkinguna sem þó vann álitlegan kosningasigur. Ekki var kjósendum samt greint frá þessu samkomulag - frekar en þeim kæmi það ekki við. Það var hlegið að Össuri þegar hann hafði samband við Halldór daginn eftir kosningarnar og vildi mynda með honum ríkisstjórn. Á sama hátt virðast Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson hafa verið í sambandi fyrir kosningarnar 1991. Það tók þá furðuskjótan tíma að mynda Viðeyjarstjórnina. En hefði það kannski haft áhrif á fylgi Alþýðuflokksins ef hefði verið greint opinberlega frá þessum viðræðum? Það verður að teljast mjög sennilegt. Nú hafa gengið sögur um fund Steingríms J. Sigfússonar og Geirs H. Haarde. Ég heyrði ávæning af því núna um helgina að hann hefði átt sér stað. Vinstri græn neita þó. Áður hafa birst fréttir um þreifingar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Alveg burtséð frá því hvað er satt í þessu er kjarni málsins sá að við vitum ekki hvað er að gerast bak við tjöldin. Er verið að mynda ríkisstjórn án þess að kjósendur hafi nokkurn pata af því? Allmikil hefð virðist vera komin á slíkt háttarlag í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir vilja ekki láta stinga undan sér stuttu fyrir kjördag. Það er skrítið lýðræði. Væri ekki nær að flokkarnir gæfu út með skýrum hætti með hverjum þeir hyggjast starfa eftir kosningar - og stæðu svo og féllu með þeirri yfirlýsingu? Það er aðferð sem hefur tíðkast á Norðurlöndunum. Annars erum við með kerfi sem er á þann veginn sem Guðmundur Andri Thorsson lýsti fyrir nokkrum árum - það er sama hvað maður kýs, einhvern veginn er maður alltaf að greiða Finni Ingólfssyni atkvæði. Stjórnarmyndun á að fara fram fyrir opnum tjöldum - í allra augnsýn. Hún á ekki að vera refskák eða leynimakk.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun