Íslandsmót plötusnúða á Pravda Valur Hrafn Einarsson skrifar 29. mars 2007 16:32 MYND/Getty Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans. Það geta þó allir tekið þátt og einu skilyrðin eru að það má ekki notast við tölvu, einungis má nota mixer til þess að blanda saman tónlistinni. Einnig skal það tekið fram að það er ekki verið að leita eftir einhverri einni stefnu af tónlist, það er allt leyfilegt, það eru ekki síður frumlegheit og sviðsframkoma sem á endanum skera úr um sigurvegara. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann og mun Hljóð X t.d. gefa verðlaun sem hlaupa á annað hundrað þúsund. Til þess að taka þátt, þarft þú að koma "mixtape" á X-ið977. Hægt er að senda það í tölvupósti á póstfangið xid977@xid977.is eða skila því merkt "X-ið977" í móttöku 365, Skaftahlíð 24. Dómnefnd mun svo velja út nokkra aðila sem munu spila á Pravda næstu fimmtudagskvöld. Í kvöld kl. 22:00 verður haldin kynning á keppninni á Pravda. Dóri DNA kynnir keppnina og munu gamlar kempur þeyta skífum. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Næstu fimmtudagskvöld munu fara fram á skemmtistaðnum Pravda "Íslandsmót plötusnúða" í samstarfi við X-ið 977 og Tuborg. X-ið er að leita að þeim sem eru að leika sér að þeyta skífum og eru kannski ekki vel þekktir í skemmtanalífi landans. Það geta þó allir tekið þátt og einu skilyrðin eru að það má ekki notast við tölvu, einungis má nota mixer til þess að blanda saman tónlistinni. Einnig skal það tekið fram að það er ekki verið að leita eftir einhverri einni stefnu af tónlist, það er allt leyfilegt, það eru ekki síður frumlegheit og sviðsframkoma sem á endanum skera úr um sigurvegara. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann og mun Hljóð X t.d. gefa verðlaun sem hlaupa á annað hundrað þúsund. Til þess að taka þátt, þarft þú að koma "mixtape" á X-ið977. Hægt er að senda það í tölvupósti á póstfangið xid977@xid977.is eða skila því merkt "X-ið977" í móttöku 365, Skaftahlíð 24. Dómnefnd mun svo velja út nokkra aðila sem munu spila á Pravda næstu fimmtudagskvöld. Í kvöld kl. 22:00 verður haldin kynning á keppninni á Pravda. Dóri DNA kynnir keppnina og munu gamlar kempur þeyta skífum.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira