Tónlist

Antony Hegarty syngur með Björk í Höllinni

Antony að taka við Mercury tónlistarverðlaununum í London í fyrrahaust
Antony að taka við Mercury tónlistarverðlaununum í London í fyrrahaust

Antony Hegarty, betur þekktur sem Antony & the Johnsons, er væntanlegur til landsins í tengslum við Volta-tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur á annan í páskum. Hann kemur fram með Björk í 1-2 lögum á tónleikunum.

Enn eru til miðar á tónleika Bjarkar í Laugardalshöll, að því er segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum. Í ljósi þess að afgreiðslustaðir aðgöngumiða - verslanir Skífunnar og BT Egilstöðum, Akureyri og Selfossi - eru lítið opnir yfir páskana (þó opið í dag skirdag og á laugardaginn) verður miðasala í Höllinni á tónleikadag frá kl. 12:00. Þar geta þeir sem keypt hafa miða á netinu sótt miðana sína.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×