Valsmenn voru sjálfum sér verstir 24. júní 2007 08:00 Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. Valsmenn urðu fyrir miklu áfalli strax á fimmtu mínútu leiksins er gestirnir komust yfir. Rene Carlsen gaf Írunum hornspyrnu að óþörfu og úr henni kom markið. Boltinn kom inn á teig og hætti Kjartan Sturluson markvörður sér út í langt úthlaup og kýldi boltann fram. Boltinn barst þá á miðjumanninn Colin O'Brien sem lét vaða að marki og hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Vals áður en hann hafnaði í netinu. Kjartan var ekki búinn að ná sinni stöðu aftur við marklínuna. Á 33. mínútu átti sér stað ótrúlegt atvik. Valsmenn fengu horn og úr því náði Dennis Bo Mortensen að skalla að marki og var boltinn á leiðinni inn. Helgi Sigurðsson tók hins vegar boltann og stýrði honum yfir markið. Þetta var fyrsta marktilraun Valsmanna í leiknum og argasta synd að nýta hana ekki betur. Ekki mikið meira markvert gerðist í fyrri hálfleik en leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu en þó verður að segjast að Írarnir vörðust vel. Greinilegt var að leikmenn Vals fengu vænt tiltal í hálfleik því þeir komu mun sprækari til leiks í síðari hálfleik. En það fjaraði fljótlega undan því og aftur gerði vör við sig þessi sama stöðubarátta og var í fyrri hálfleik. Á 65. mínútu komust leikmenn Cork City í sókn. Barry Smith braut af sér á hættulegum stað og Írum var dæmd aukaspyrna. Liam Kearney tók spyrnuna og stefndi boltinn á markið. Kjartan var hins vegar vel staðsettur og virtist engin hætta á ferð. En hann gerði þau skelfilegu mistök að slá boltann í eigið mark. Það er óvenjulegt í hæsta máta að sjá markvörð eins og Kjartan gera tvenn svo skelfileg mistök í einum og sama leiknum. Þar með komu Írarnir sér í afar þægilega stöðu og ljóst að róðurinn verður þungur á Írlandi þar sem Cork City er yfirleitt mjög erfitt heim að sækja. Möguleikar Vals á að komast áfram í næstu umferð verða að teljast litlir sem engir. Fáir leikmenn Vals áttu góðan leik í gær. Þeim gekk afar illa að byggja upp hættulegar sóknir og varnarleikurinn var á köflum ekki góður. Írarnir voru þó ekki það góðir að lið eins og Valur á hæglega að geta unnið þá, sérstaklega á heimavelli. eirikur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Víkingur | Reykjavíkurslagur í Laugardal Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti