Golf

Birgir Leifur kemst ekki inn á Opna breska

NordicPhotos/GettyImages
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst ekki inn í forkeppnina fyrir Opna breska Meistaramótið. Hann skráði sig í forkeppnina en var fimmti á biðlista inn í mótið, en þar leika margir af sterkustu kylfingum Evrópu.

Fyrsti hringurinn í forkeppninni fór fram á Old course á Sunningdale í dag og var skorið yfirleitt mjög gott. Englendingurinn Nick Dougherty lék best allra, á 64 höggum, eða 6 höggum undir pari. 36 holur eru leiknar í forkeppninni.

Gamla kempan Ian Woosnam, fyrirliði Ryderliðs Evrópu í fyrra, lék einn besta hring sinn í langan tíma, kom inn á 69 höggum. "Ég lék frábært golf í dag og var heitur á pútternum. Þetta er besti hringurinn hjá mér í nokkur ár," sagði Woosnam.

Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×