Hreinn Hringsson hefur endurnýjað samning sinn við 1. deildarlið Þórs á Akureyri. Hann tók þátt í öllum 22 deildarleikjum liðsins í sumar og skoraði í þeim ellefu mörk.
Hann skipti yfir í Þór frá KA fyrir síðasta tímabil eftir sjö ára veru í síðarnefnda félaginu.
Hann lék þó með Þór árum áður og spilaði sex leiki með liðinu í efstu deild á síðustu öld. Hann lék einnig með Þrótti um aldamótin.